SSNE hlýtur styrk til að skoða samlegð í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi
SSNE hlýtur styrk til að skoða samlegð í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi
SSNE hefur hlotið styrk frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til skoða samlegð í farþega- og póstflutningum á Norðausturlandi. Unnin verður úttekt á hvort slíkt fyrirkomulag geti virkað ásamt því hvað þyrfti til að það yrði rekstrarhæft og um leið aukið þjónustu við svæðið. Styrkurinn er að upphæð 2.8 milljónir króna. Áætlað er að niðurstaða liggi fyrir í lok mars 2021.
Styrkir til verkefna á sviði almenningssamgangna hafa vísan í lið A-10 á byggðaáætlun.
Alls var nú úthlutað 32,5 milljónum króna til verkefna tengdum almenningssamgöngum um land allt en sótt var um styrki að upphæð 124.568.859 fyrir árin 2020-2021.