Haustfundur atvinnuráðgjafa 2021
Haustfundur atvinnuráðgjafa 2021
Í byrjun nóvembers komu atvinnuráðgjafar og starfsfólk Byggðastofnunar saman á Snæfellsnesi til að ræða verkefni og deila þekkingu.
Dagskráin var metnaðarfull og samanstóð af kynningum, umræðum og kynnisferð um Snæfellsnes. Gestir fengu að kynnast Stykkishólmi og sögu húsanna á staðnum ásamt því að ferðast á Rif og heimsækja þar á meðal Frystiklefann. Í Frystiklefanum hefur Kári Viðarsson byggt upp afar skemmtilega menningarmiðstöð með leiksýningum í bland við hostel. Þar sýnir hann frumsaminn verk og stendur fyrir samfélagslegum verkefnum.
Þá heimsóttu gestir Hákarlasafnið og Narfeyrarstofu, þar sem smakkað var á afurðum sjávar allt frá alveg ferskum upp í talsvert kæstra. Á þinginu voru kynningar m.a. á verkefnum er tengjast nýsköpun, evrópuverkefnum og svo var Tryggvi Hjaltason með erindi um framtíðina og hugverkaiðnað. Gestir ræddu líka um samstarf og styrkinn í að vinna verkefni saman en það hefur sýnt sig t.d. í sambandi við rannsóknir, þróun á gagnavinnslu, samvinnunni varðandi Loftbrú og svo mætti lengi telja.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem starfsfólk SSNE tók í ferðinni.
Starfsfólk SSNE þakkar kærlega gestrisnina og mun klárlega teikna Snæfellsnes inn í næstu sumarfrísplön.