Erindi um stöðu farsældarráðs á Norðurlandi eystra á málþingi um innleiðingu farsældarlaga
Erindi um stöðu farsældarráðs á Norðurlandi eystra á málþingi um innleiðingu farsældarlaga
Verkefnastjóri farsældar á Norðurlandi eystra, Þorleifur Kr. Níelsson, hélt nýverið erindi um stöðu farsældarráðs á Norðurlandi eystra á málþingi um innleiðingu farsældarlaga. Málþingið var haldið til að fjalla um fyrstu þrjú ár innleiðingar farsældarlaga, deila reynslu og ræða næstu skref í innleiðingu laganna.
Í erindinu var fjallað um stöðu og undirbúning svæðisbundins farsældarráðs á Norðurlandi eystra ásamt þeim fjölmörgu spurningum sem fylgja því verkefni. Einnig var rætt um áskoranir og tækifæri sem hafa komið upp í samtölum verkefnastjóra við innleiðingarstjóra farsældar hjá sveitarfélögum á svæðinu og öðrum stofnunum og þjónustuaðilum á Norðurlandi eystra.
Hægt er að nálgast upptöku af málþinginu og horfa á í heild eða velja eftir þeim erindum sem voru flutt hérna.