Fara í efni

Velkomin: Ferðamálastefna og aðgerðaráætlun gefin út

Velkomin: Ferðamálastefna og aðgerðaráætlun gefin út

Fyrr á þessu ári samþykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar, sem ferðamálaráðherra lagði fram, um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Ferðamálastefnan, og aðgerðaáætlun hennar, hefur nú verið gerð aðgengileg með sérstakri útgáfu sem kynnt var á fjölmennu útgáfuhófi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar síðastliðinn föstudag.

Stefnan og aðgerðaáætlun var unnin í náinni samvinnu við atvinnulíf, grasrót og fagfólk úr ólíkum geirum en í kringum 100 einstaklingar höfðu beina aðkomu að gerð þingsályktunartillögu sem stefnan byggir á og ætla má að yfir þúsund haghafar hafi sett mark sitt á hana í samráðsferlinu.

Stefnuna og frekari upplýsingar má finna hér.

Getum við bætt síðuna?