Fara í efni

Tveir af 12 styrkjum bókasafnasjóðs til Norðurlands eystra

Sumarið er mætt í garð Amtsbókasafnsins, mynd fengin að láni af facebook síðu safnsins
Sumarið er mætt í garð Amtsbókasafnsins, mynd fengin að láni af facebook síðu safnsins

Tveir af 12 styrkjum bókasafnasjóðs til Norðurlands eystra

Bókasafnasjóði bárust samtals 20 umsóknir frá 11 bókasöfnum og sótt var um tæplega 37 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menninga- og viðskiptaráðherra samþykkti tillögu bókasafnaráðs um styrkúthlutun til 12 verkefna en til úthlutunar voru 20 milljónir.

Amtsbókasafnið hlaut tvo styrki úr þessari úthlutun og óskar starfsfólk SSNE Amtsbókasafninu til hamingju með árangurinn! Sem og fyrir faglegt og áhugavert starf safnsins, en starfsfólk fer gjarnan ótroðnarslóðir í starfi sínu.

Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:

Bókaklúbbur ungmenna
Markmiðið er að efla bókaklúbb ungmenna á safninu. 15 ungmenni í 8.-10. bekk koma á Amtsbókasafnið einu sinni í viku og eru 80 mínútur í senn. Hópurinn spjallar um bækur og vinnur ýmis bókatengd verkefni.

Loftslagskaffi
Loftslagskaffi Íslands er skapandi verkefni sem hefur það að markmiði að auka samstöðu, virðingu, og seiglu einstaklinga og samfélagsins með því að styrkja tengsl fólks við hvort annað, náttúruna og sjálfbæra lifnaðarhætti.

Verkefnin hlutu samtals 1.770.000 kr af þeim 20 milljónum sem voru til ráðstöfunar.

Lesa má um önnur verkefni sem hlutu styrk með því að smella hér.

SSNE hvetur fólk til þess að fylgjast vel með viðburðardagatali SSNE, umsóknarfestur í Bókasafnasjóð er alla jafna í mars. Rannís, Rannsóknarmiðstöð Íslands, sér um umsýslu bókasafnasjóðs. Hægt er að senda fyrirspurnir beint á bokasafnasjodur(hjá)rannis.is

Getum við bætt síðuna?