Fara í efni

Sóknaráætlun samþykkt á aukaþingi SSNE

Sóknaráætlun samþykkt á aukaþingi SSNE

Í gær var haldið rafrænt aukaþing SSNE þar sem ný Sóknaráætlun Norðurlands eystra var samþykkt. Ný Sóknaráætlun tekur gildi strax og gildir til loka árs 2029, en áætlunin er stefnumótandi og í henni hafa heimamenn sameinast um framtíðarsýn, markmið og verkefni.
Vinnan við nýja Sóknaráætlun hófst í desember 2023 og hafa á þessu ári sem áætlunin var í vinnslu yfir 400 manns komið að gerð hennar, en aðkoma ólíkra hópa tryggir okkur enn betri vinnu.

Árlega koma um 150 milljónir í gegnum farveg Sóknaráætlunnar Norðurlands eystra til verkefna á svæðinu. Dæmi um verkefni sem hafa verið styrkt úr Sóknaráætlun eru Fiðringur – hæfileikakeppni unglinga, ungmennaþing SSNE, Líforkuver í Eyjafirði, Gull úr Grasi, samgöngu- og innviðastefna Norðurlands eystra og fjárfestingar á Norðurlandi eystra svo dæmi séu tekin.

Ég bind miklar vonir við að Sóknaráætlunin skapi traustan grunn framfara í landshlutanum og sé þess megnug að færa okkur samstíga áfram veginn segir Lára Halldóóra stjórnarformaður SSNE.

 Hér má finna Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2025-2029. 

Getum við bætt síðuna?