Fara í efni

Áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum

Rannsóknasetur skapandi greina efnir til málþings þann 20. nóvember næstkomandi í Háskólanum á Akureyri (Sólborg við Norðurslóð) og í streymi.
Viðfangsefnið er áhrif menningar og skapandi greina í landsbyggðum.
 
Leitast verður eftir að skoða þá rannsóknaflóru sem tengist menningu og skapandi greinum á landsbyggðinni, áhrifum þeirra og hvaða tækifæri eru til frekari rannsókna. Jafnframt munu aðilar úr atvinnulífinu fjalla um eigin reynslu af áhrifum menningar og skapandi greina í landsbyggðum. Eyjólfur Guðmundsson, fyrrverandi rektor Háskólans á Akureyri, stýrir pallborði.

Dagskrá
13:00
Opnunarávarp
Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum

13:10
Menning og skapandi greinar: Landfræðilegt spennusvæði?
Erna Kaaber, sérfræðingur við Háskólann á Bifröst

13:35
Frá mínu sjónarhorni
Björt Sigfinnsdóttir, meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri LungA, Kaospilot og söng- og listakona

13:55
Landfræðilegur mismunur á nýsköpun á Íslandi: Er nýsköpun fyrirtækja ólík eftir landshlutum á Íslandi, skapandi greinum og öðrum atvinnugreinum?
Vífill Karlsson, prófessor við Háskólann á Bifröst og dósent við Háskólann á Akureyri

14:20
Uppbygging og áhrif nýsköpunarjarðvegs
Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnastjóri Hraðsins, miðstöðvar nýsköpunar

14:40
Hlé - kaffi og léttar veitingar

15:10 Pallborð
Eva Hrund Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar
Örlygur Hnefill Örlygsson, framleiðandi
Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi og yfirverkefnastjóri hjá Austurbrú
Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor við Háskólann á Bifröst og formaður stjórnar Rannsóknaseturs skapandi greina

16:00
Málþingsslit

Skráningarhlekk má nálgast hér: https://forms.gle/QE5ahNoauWjzSdoo9

Hér má finna hlekk á facebook viðburðinn.

Streymishlekk má nálgast hér:
https://eu01web.zoom.us/j/63935283042 

Stefnumótun á Norðurlandi eystra og hagræn áhrif menningar og skapandi greina:
  • Í nýútkominni skýrslu um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar á Íslandi er farið yfir ýmsar forsendur og hagræn áhrif menningar og skapandi greina. Hægt er að kynna sér helstu atriði hennar hér.

  • Á Norðurlandi eystra eru drög að nýrri Sóknaráætlun nú í samráðsgátt. Sóknaráætlun er grundvöllur vinnu landshlutasamtakanna næstu fimm árin. Stefnan hefur áhrif á ákvörðun um val á áhersluverkefnum og úthlutun styrkja úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra.

    --> Íbúar og aðrir hagaðilar eru hvattir til að kynna sér nýja Sóknaráætlun Norðurlands eystra í samráðsgáttinn.

 

Getum við bætt síðuna?