Fara í efni

Öngullinn & auðurinn

Öngullinn & auðurinn

Kistan - Atvinnu og nýsköpunarsetur á Þórshöfn, er að halda viðburð 22. febrúar 2025 sem ber nafnið Öngullinn og auðurinn. Í Langanesbyggð er stangveiði umfangsmikil enda margir spennandi veiðikostir innan sveitafélagsins í ám og vötnum þar sem stangveiði er stunduð. Árnar eru þétt setnar af veiðimönnum yfir sumartímann og flestar í útleigu og rekstri stórra aðila á viðskiptamarkaði stangveiðileyfa. Mikið hefur verið rætt um það hvernig Langanesbyggð sem samfélag gæti nýtt þennan markhóp og þjónustað hann frekar. Á viðburðinum Önglinum og auðinum verður leitað leiða til að efla nýsköpun og umfang svæðisbundinnar atvinnustarfsemi sem byggt getur á þeim umsvifum og fjárfestingum sem þegar fylgja stangveiðirekstrinum og -þjónustunni.

Viðburðurinn verður haldinn í nýreistu veiðihúsi við Miðfjarðará á Langanesströnd.

Á dagskrá verða meðal annars eftirfarandi erindi:
- Veiðikostir og umsvif í Langanesbyggð - Kistan og Þekkinganet Þingeyinga
- Innblástur nýsköpunar - Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska Ferðaklasans.
- Frá hugmynd að framkvæmd - Svava Björk Ólafsdóttir, sérfræðingur í nýsköpun

Að erindum loknum verður opið spjall og hugmyndavinna.

Ferðaþjónustaðilar, bændur, veiðifélög, stangveiðimenn, sveitarstjórnarmenn og fleiri áhugasöm hvött til að mæta!

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn með því að senda póst á netfangið kistan@hac.is, í síma 832-7998 eða í eftirfarandi hlekk https://docs.google.com/forms/d/1edaktHVgjH4rqL8aH94qCZ9Hd3jf_fN0UxvETLkbE5Q/edit

Getum við bætt síðuna?