Frábær mæting á vinnustofur í Norðurþingi
Skrifað
23.08.2024
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
Frábær mæting á vinnustofur í Norðurþingi
Í gær voru haldnar tvær vinnustofur Í Norðurþingi vegna gerð nýrrar Sóknaráætlunar. Fyrri vinnustofan var haldin á Stéttinni á Húsavík og var góð mæting og voru líflegar umræður um verkefni í þeim þremur flokkum sem fjallað verður um í nýrri Sóknaráætlun. Seinni vinnustofan var svo haldin á Kópaskeri og voru 30 manns mætt til að taka þátt í vinnunni. Starfsfólk SSNE er einstaklega ánægt með þær frábæru viðtökur íbúa Norðurþings.
Á næstu vikum verða haldnar vinnustofur í öllum sveitarfélögum. Við hvetjum sem flesta til að mæta, koma sjónarmiðum sínum á framfæri og hafa þannig áhrif á stefnumótun landshlutans næstu ár
Skráning á vinnustofurnar fer fram hér.