Starfsdagur og kynning á Drift EA
Skrifað
25.03.2025
Flokkur:
Fréttir
Umhverfismál
Uppbyggingarsjóður
Atvinnuþróun og ráðgjöf
Menningarmál
Sóknaráætlun
Farsæld barna
Starfsdagur og kynning á Drift EA
Í gær var haldinn starfsdagur SSNE á Akureyri þar sem allt starfsfólk SSNE kom saman í Drift EA og fór í gegnum styrkleikaþjálfun undir handleiðslu Láru Kristínar, lóðs og leiðtogaþjálfara. Starfsfólk kortlagði styrkleika sína og fékk tækifæri til að vinna tillögur að nýjum vinnuaðferðum.
Í lok starfsdagsins tók Sesselja Barðdal á móti starfsfólki SSNE og kynnti starfsemi Drift EA, sem er miðstöð frumkvöðla og nýsköpunar í hjarta Akureyrar. Drift EA býður stuðning og þjónustu við frumkvöðla í formi fjármögnunar, aðstöðu og þekkingar. Við þökkum Drift EA kærlega fyrir góðar móttökur.