Opnun rafræns skóla í umhverfsmálum
Opnun rafræns skóla í umhverfsmálum
Nú á dögunum opnaði LOFTUM rafrænan skóla um umhverfis- og loftslagsmál fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
LOFTUM skólinn er hluti af fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi eystra. Skólinn er hluti af áhersluverkefni SSNE sem er unnið af Þekkingarneti Þingeyinga og SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar. Efni LOFTUM skólans byggir á niðurstöðum fræðslugreiningar þar sem starfsfólk og kjörnir fulltrúar voru beðin um að leggja mat á eigin fræðsluþarfir í málefnum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum.
Eftirfarandi málaflokkar voru hafðir til hliðsjónar þegar kom að fræðslugreiningunni og eru jafnframt hafðir til viðmiðunar við uppsetningu fræðslu.
- Ferðavenjur
- Orkumál
- Náttúruvernd
- Hringrásarhagkerfið
- Úrgangsmál
- Veitur
- Loftslagsmál
- Hollustuhættir og mengunarvarnir
LOFTUM skólinn er styrktur af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er því starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarrfélaga innan SSNE að kostnaðarlausu.
Hægt er að skrá sig í skólann með því að smella hér.