Fara í efni

Nýjustu fréttir af RECET

Nýjustu fréttir af RECET

RECET verkefnið hefur nú gefið út sitt fyrsta fréttabréf með upplýsingum um stærstu skrefin sem hafa verið stigin í átt að orkuskiptum á Norðurlandi eystra og Vestfjörðum. 
Í fréttabréfinu er farið yfir:
 
🔹 Nýjustu vinnustofur og viðburði
🔹 Stefnumótunarvinnu og fjármögnunartækifæri
🔹 Dæmi um bestu verkefnin fyrir dreifðari byggðir

🔗 Lestu fréttabréfið á vefnum: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter

📥 Hala niður PDF útgáfu: RECET fréttabréf 1.útgáfa

Höldum áfram að vinna saman að sjálfbærum orkuskiptum fyrir framtíðina!

--------------------------------------------------------------

Upplýsingar um RECET-verkefnið:

Verkefnið Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET) hefur hlotið styrk sem nemur um 1,5 milljónum evra (225 M ISK) úr LIFE styrktaráætlun Evrópusambandsins sem leggur áherslu á umhverfis- og loftslagsmál. RECET er samstarfsverkefni fimm landa og tuga sveitarfélaga um alla Evrópu, með Ísland í fararbroddi.


Sveitarfélög í dreifðum byggðum munu gegna lykilhlutverki í orkuskiptum og innleiðingu aðgerða sem miða að markmiði Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi 2050 og lögfest markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040. Umtalsverð uppbygging innviða til orkuöflunar, flutnings og dreifingar þarf að eiga sér stað sem krefst aðkomu sveitarfélaga meðal annars í gegnum skipulagsgerð og leyfisveitingar.
RECET miðar að því að efla getu sveitarfélaganna og atvinnulífsins til að takast á við orkuskipti og smíða orkuskiptaáætlanir fyrir svæðin.


Íslensk Nýorka og Eimur leiða verkefnið hér á landi en Vestfjarðastofa og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra eru einnig þátttakendur. Utan Íslands koma einnig að RECET: Sveitarfélagið Postojna í Slóveníu, Blekinge sýsla í Suðaustur-Svíþjóð og sveitarfélög á eyjunni Menorca á Spáni. Sú þekking sem mun skapast í RECET verkefninu og niðurstöður þessu verða aðgengileg öllum sveitarfélögum jafnt á Íslandi sem og annars staðar í Evrópu. Verkefnið hófst 1. október 2023 og stendur yfir í þrjú ár.

---------------------------------------------------------

In english:

The RECET project has just released its first annual newsletter, featuring key developments in the clean energy transition for rural municipalities across Europe.

In this issue, we cover:
🔹 Insights from recent workshops and events
🔹 Policy developments and funding opportunities
🔹 Best practices for rural communities

🔗 Read the newsletter online: https://www.recetproject.eu/recetnewsletter

📥 Download the PDF version: RECET Newsletter 1 st. edition

Let’s continue working together for a sustainable energy future!

Getum við bætt síðuna?