Forvitnir frumkvöðlar - Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna
Forvitnir frumkvöðlar - Fræðsluhádegi landshlutasamtakanna
Á nýju ári ætla landshlutasamtökin öll að taka höndum saman og vera með sameiginleg fræðsluhádegi. Landshlutasamtökin: Austurbrú, SASS, SSNE, SSNV, SSS, SSV og Vestfjarðarstofa munu standa fyrir mánaðarlegum fræðsluerindum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar, en um er að ræða fjölbreytta fræðslu fyrir frumkvöðla og önnur áhugasöm um nýsköpunarsenuna.
Fræðsluhádegin eru öllum opin og að kostnaðarlausu.
Erindin verða haldin á Teams og hefjast þau kl.12. Ráðgert að hvert erindi verði ekki lengra en 45 mínútur. Í kjölfar hvers erindis gefst kostur á að leggja fram spurningar.
Takið frá tíma:
7. janúar – Frumkvöðlaferlið
4. febrúar – Umsóknarskrif
4. mars – Gervigreind og styrkumsóknir
1. apríl – Skapandi hugsun
6. maí – Viðskiptaáætlun á mannamáli
3. júní – Stofnun og rekstur smáfyrirtækja//ólík rekstarform