Sterkt Skólasvæði
Á Norðurlandi eystra er boðið upp á fjölbreytta menntun á framhaldsskólastigi fyrir námsfólk af öllu landinu.
Jafnframt er mikil breidd í skólafyrirkomulagi:
- gamlir skólir og nýjir
- áhersla á nýsköpun og hefðir
- bóknám og verknám
- heimavistir, stað- og fjarnám
Hvaða nám og námsfyrirkomulag hentar þér og þinni fjölskyldu?
Skólasvæðið er sterkt með fimm framúrskarandi framhaldsskólum og hér er áttavitinn ykkar! Smellið á skólana og kynnið ykkur hvaða leið hentar ykkur best
- Innritun nýnema úr 10. bekk fer fram 20. mars til 8. júní.
- Innritun eldri nemenda fer fram 27. apríl til 1. júní.
- Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.
- Sjá nánar með því að smella hér.
Leist þér vel á það sem þú fannst í töskunni en veist ekki hvar þú átt að smella á skólaskiltinu? Kannski getur þessi gardína hjálpað:
Framhaldsskólinn á Húsavík
- Frumkvæði -- Samvinna -- Hugrekki
- Það sem nemendur hafa að segja um skólann og námið, myndband.
- Kynningarsíða skólans fyrir mögulega nýnema og fjölskyldur þeirra.
- Boðið er upp á nám á almennri námsbraut, félags- og hugvísindabraut, náttúruvísindabraut, opinni stúdentsbraut, stúdentsbraut að loknu starfsnámi, heilsunuddbraut og starfsbraut. Fyrirhugað er að hefja kennslu í rafíþróttum við Framhaldsskólann á Húsavík. Nemendur læra þá tölvuleikjaspilun undir handleiðslu þjálfara og kennara. Nemendur sækja áfanga í íþróttafræði, graffískri hönnun, vefþróun, forritun og öðrum fögum sem tengjast rafíþróttum.
- Skólinn starfar eftir áfangakerfi, sem segja má að sé þríþætt: eininga-, anna- og áfangakerfi. Einingakerfið gerir skólanum kleift að meta nám í mismunandi námsgreinum til eininga sem eru jafngildar. Þannig er unnt að meta að jöfnu óskylt nám, en námslok miðast m.a. við að nemendur hafi lokið tilskildum einingafjölda. Aðalkostur áfangakerfisins er að það gerir skólastarfið sveigjanlegra, þannig að hægt er að koma til móts við nemendur með mismunandi áhugasvið, námsgetu og þarfir. Hver nemandi hefur sinn umsjónakennara með það að markmiði að tryggja sem best velferð nemenda í skólanum og koma í veg fyrir brotthvarf þeirra frá námi. Með markvissu umsjónarstarfi er leitast við að veita nemendum aukið aðhald og stuðning og stuðla þannig að umhyggju og festu í skólastarfinu.
Framhaldsskólinn á Laugum
- Heimavistarskóli í sveit með frábærri aðstöðu til náms, félagslífs og íþróttaiðkunar
- Það sem nemendur hafa að segja um skólann og námið, myndband.
- Kynningarmyndbönd fyrir mögulega nýnema og fjölskyldur þeirra.
- Boðið er upp á nám á almennri braut, félagsvísindabraut, íþróttafræðibraut, kjörsviðsbraut, náttúruvísindabraut.
- Öll aðstaða til náms, íþrótta og félagslífs er mjög góð í Framhaldsskólanum á Laugum. Heimavistir skólans eru góðar og eru baðherbergi inni á hverju herbergi sem eru rúmgóð og þægileg. Þá eru það sérstök forréttindi að hafa alla þá aðstöðu sem skólinn býður upp á en vera samt sem áður úti í sveit í fallegri náttúru. Náms- og kennsluumhverfi og aðferðir eru í stöðugri þróun. Á haustönn 2022 var tekið enn eitt skrefið til framþróunar. Hefðbundnar stundatöflur voru lagðar til hliðar en allir nemendur verða með samfelldan vinnudag og skráðir í vinnustofutíma allan skóladaginn.
Menntaskólinn á Akureyri
- Virðing -- Víðsýni -- Árangur
- Það sem nemendur hafa að segja um skólann og námið, myndband.
- Kynningarbæklingur fyrir mögulega nemendur og fjölskyldur þeirra.
- Boðið er upp á nám á hraðlínu á almennri braut, félagsgreinabraut, heilbrigðisbraut, kjörnámsbraut með tónlistaráherslu, mála- og menningarbraut, raungreina- og tæknibraut, náttúrufræðibraut, raungreinabraut og sviðslistabraut.
- Skólinn hefur frá upphafi verið bekkjaskóli þó svo náminu hafi verið skipt í áfanga eins og bekkjalausum skólum í seinni tíð. Í boði er að búa á heimavist á skólalóðinni með 330 nemendum af öllu landinu. Bekkirnir annars vegar og heimavistin hins vegar hafa verið grundvöllur að samheldni í skólasamfélaginu og er snar þáttúr í þeirri órofa tryggð sem nemendur sýna skólanum. Mikið er lagt upp úr skólamenningu og fær fjölbreytt félagslíf og fjöldi félaga fastan sess í skólaárinu, má þar nefna leikfélagið, dansfélagið, skólablaðið, málfundafélagið, íþróttafélagið, kvöldvökur og söngsali.
Menntaskólinn á Tröllaskaga
- Frumkvæði -- Sköpun -- Áræði
- Það sem nemendur hafa að segja um skólann og námið, myndband.
- Grein um Tröllaskagamódelið: Nám og kennsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga.
- Boðið er upp á nám á félags- og hugvísindabraut, grunnmenntabraut, íþróttabraut, kjörnámsbraut, kjörnámsbraut með skíða- og brettasérhæfingu, listabraut, náttúruvísindabraut, starfsbraut, útivistarbraut og stúdentsbraut að loknu starfsnámi.
- Skólinn býður upp á metnaðarfullt nám með fjölbreyttum kennsluháttum sem miða að virkni nemenda og sjálfstæði. Einkunnarorð skólans endurspeglast í námsframboði, kennsluháttum, námsaðferðum, skipulagi og viðfangsefnum. Sköpun er grunnþáttur enda lögð áhersla á listir og menningu í skólastarfinu. Sköpun einskorðast þó ekki við slíka þætti heldur er hvatt til þess að skapandi hugsun sé leiðarljós í öllu námi. Áræði og þor er nauðsynlegt til að feta nýjar slóðir.
Verkmenntaskólinn á Akureyri
- Fagmennska -- Fjölbreytni -- Virðing
- Það sem nemendur hafa að segja um skólann og námið, myndband.
- Kynningarbæklingur fyrir mögulega nemendur og fjölskyldur þeirra.
- Boðið er upp á nám til stúdentsprófs á félags- og hugvísindabraut, fjölgreinabraut, íþrótta- og lýðheilsubraut, listnáms- og hönnunarbraut á myndlistarlínu, listnáms- og hönnunarbraut á textillínu, náttúruvísindabraut, viðskipta- og hafræðibraut og einnig viðbótarnám til stúdentsprófs. Iðn- og starfsnámsbrautir eru matvælanám, hársnyrtiiðn, húsasmíði, rafeindavirkjun, rafvirkjun, sjúkraliðabraut, stálsmíði, vélstjórn, vélvirkjun og meistaraskóli en auk þess er reglulega boðið upp á aðrar fámennari iðngreinar líkt og bifvélavirkjun, pípulagnir, múraraiðn, matreiðslunám og málaraiðn. Jafnframt er boðið upp á brautabrú sem ætluð er nemendum sem eru óráðnir í námsvali eða hafa ekki náð fullnægjandi námsárangri í kjarnagreinum grunnskóla. VMA býður jafnframt upp á nám á starfsbraut og sérnámsbraut.
- Starfsemi skólans einkennist af námsframboði með áherslu á fjölbreyttar námsleiðir, bæði í bók- og verknámi, fjölþætta kennslu og mikinn stuðning við nemendur. Skólinn er áfangaskóli með skipulagi sem gerir nemendum kleift að sníða námið að aðstæðum sínum og þörfum. Nemendur geta lokið stúdentsprófi á þremur eða tveimur og hálfu ári í stað þriggja en jafnframt geta nemendur tekið lengri tíma til að klára námið sitt – allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Þá geta nemendur útskrifast af fleiri en einni braut. Einnig er lögð áhersla á gott samstarf við atvinnulífið og að nemendur fái að spreyta sig við störf sem gagnast þeim vel að námi loknu. Nemendur heimsækja fyrirtæki og stofnanir, taka þátt í erlendum samstarfsverkefnum og hafa möguleika á að sækja um skiptinám í útlöndum.