Sjálfbær ferðaþjónusta
Markmið: Að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlandi og koma henni betur á framfæri.
Í fyrsta áfanga verkefnisins var kortlögð staða ferðaþjónustu á Norðurlandi með tilliti til sjálfbærni. Þetta var gert í samvinnu við svissnesku ferða- og ráðgjafastofuna Kontiki. Í kjölfar þeirrar vinnu voru valin fjögur forgangsatriði/markmið, sem leggja ætti áherslu á til stuðla að aukinni sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Þessi forgangsatriði voru eftirfarandi:
- Aukinn hagur heimamanna (benefits local communities).
- Auknar heilsárstekjur (increases local creation, all year round).
- Verndun náttúru og dýralífs (protects nature and wildlife).
- Endurnýtanlegir orkugjafar og umhverfisvænir valkostir (promotes renewable energies and climate friendly alternatives).
Framkvæmdaaðili verkefnisins í samráði við aðra hagaðila ákvað að í næstu áföngum verkefnisins yrði lögð áhersla á fyrstu atriðin tvö, þ.e. aukinn hag heimamanna og auknar árstekjur.
Í öðrum áfanga verkefnisins voru haldnar vöruþróunarvinnustofur bæði í Eyjafirði og á Bakkafirði. Þær voru samnýttar með öðru verkefni, Straumhvörfum. Markmið þessa var að stuðla að auknu vöruúrvali, sem gæti lagt grunn að auknum heilsárstekjum. Opnir súpufundir voru haldnir á þremur stöðum, þar sem strengir voru stilltir saman varðandi framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Norðurlandi gagnvart sjálfbærni. Á fundunum var jafnframt farið var yfir það hvernig best væri að nýta beint flug easyJet til Akureyrar, svo það skili samfélaginu og ferðaþjónustunni sem mestu. Svæðið var einnig kortlagt með tilliti til miðpunkta, þ.e. staða þar sem til staðar er gott framboð af gistingu, veitingum og afþreyingu.
Þriðji hluti verkefnisins er unninn 2024-2025 og stendur því enn yfir. Á fyrri hluta ársins 2024 var staðið fyrir fundarröð þar sem markmiðið var að vekja fulltrúa ferðaþjónustufyrirtækja og aðra hagaðila í greininni til aukinnar vitundar um sjálfbærni. Sjónum var sérstaklega beint að efnahagslegri sjálfbærni og því hvernig megi með ákveðnum aðgerðum stuðla að bættum hagi heimamanna af ferðaþjónustunni og auknum heilsárstekjum í greininni. Fjallað var um ákveðin verkfæri og hvernig hugmyndafræði vöruþróunar geti nýst í átt að settum markmiðum. Alls voru haldnir átta fundir og var aðsóknin í heild um 100 manns. Í gegnum þessi fundarhöld og kynningarmál verkefnisins á fyrri stigum, kom fram að fjölmörg norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar og hafa innleitt ýmiskonar áherslur og/eða verkefni sem eru til þess fallin að efla sjálfbærni, m.a. með bættan hag nærsamfélagsins að leiðarljósi. Lokaviðfangsefni verkefnisins verður að taka saman frásagnir af árangri þessara fyrirtækja. Markmið þessa er að vekja aðila í greininni til frekari umhugsunar um mikilvægi sjálfbærnihugtaksins. Sögunum verður miðlað á vef Markaðsstofu Norðurlands og víðar. Sögurnar verða einnig nýttar í almennu markaðsefni MN s.s. á ferðakaupstefnum og vinnustofum. Síðast en ekki síst verða sögurnar kynntar fyrir ferðaþjónustufyrirtækjum á Norðurlandi í hvatningarskyni.
Áformuð verkefnislok eru áætluð 31Aradóttir, hjá Markaðsstofu Norðurlands (MN), en hún tók við verkefninu í nóvember 2024. Fyrri áfangar verkefnisins voru leiddir af Jóhannesi Árnasyni hjá MN.
Styrkupphæðir:
2022: 1.170.000 kr.
2023: 1.500.000 kr.
2024: 1.500.000 kr.