Samfélagsleg áhrif af millilandaflugi á Norðurlandi eystra 2024
Markmið verkefnisins er að auka skilning á áhrifum millilandaflugs um Akureyrarflugvöll á lífgæði fólks á Norður- og Austurlandi. Niðurstöðurnar munu nýtast við uppbyggingu millilandaflugs og opinbera stefnumótun í flugsamgöngum, stuðla að upplýstri almennri umræðu og auka sérfræðiþekkingu á byggðaáhrifum flugsamgangna. Þetta verkefni er framhald áhersluverkefnisins Samfélagsleg áhrif af millilandaflugi á Norðurlandi eystra, 2023. Meirihluti íbúa á Norður- og Austurlandi telur beint flug frá Akureyrarflugvelli hafa bætt lífsgæði sín en ekki er fyllilega ljóst með hvaða hætti.
Í verkefninu verður leitast við að auka skilning á áhrifum millilandaflugs á lífsgæði með úrvinnslu tölfræðilegra gagna, rýnihópaviðtölum við ólíka hópa fólks á Norður- og Austurlandi og könnun meðal brottfararfarþega á Akureyrarflugvelli
Verkefnastjórn: Markaðsstofa Norðurlands
Framlag úr Sóknaráætlun:
Upphæð 2024: 1.000.000 kr.