Nýsköpun
Markmið verkefnisins er að efla og auka stuðning við frumkvöðla og nýsköpun á Norðurlandi eystra.
Þátttaka í Norðanátt - hringrás nýsköpunar, samstarfsverkefni SSNE, SSNV, Eims, Hraðsins og NÍN. Þátttakan felur í sér verkefni á borð við
vinnusmiðjur fyrir frumkvöðla, fjárfestahátíð, Lausnamót, viðskiptahraðall og vaxtarrými. Viðburðirnir gagnast frumkvöðlum með
hugmyndir á öllum stigum og marka hringrás nýsköpunar.
Einnig er verið að leggja áherslu á að tengjast Háskólunum á svæðinu (Norðurlandi) og einkafyrirtækjum.
Áhersluverkefnið felur einnig í sér: Þátttöku í Ratsjánni, Matsjánni og Hæfnihringjum sem dæmi. Stuðningur við sveitarfélög til að koma á fót nýsköpunar-, þekkingar eða samvinnurýmum í sveitarfélögum á starfssvæði SSNE. Þátttaka og stuðningur í við starfamessur grunnskólanna á svæðinu. Stuðningur við umsækjendur í stærri sjóði í formi námskeiða og sérhæfðri ráðgjöf. Mikilvægi nýsköpunar og er ótvírætt fyrir framsækið atvinnulíf og menntakerfi. Nýsköpun er helsta verkfæri samfélaga til að takast á við þær áskoranir sem fyrir þeim standa, en nýsköpun verður ekki í tómarúmi. Það þarf frjóan jarðveg og verðug vandamál að glíma við.
Verkefnið er unnið af verkefnastjórum SSNE.
Upphæð 2022: 6.000.000.-
Upphæð 2021: 3.000.000.-