Lærisneið
Meginmarkmið þróunarverkefnisins er að efla valgreinar fyrir nemendur í fámennum grunnskólum. Nemendur njóti náms með sérhæfðum kennurum, einangrun sé rofin og fjármagn og sérfræðiþjónusta nýtist fleiri nemendum og skólum.
LÆRISSNEIÐ er byggðaþróunarverkefni þar sem lögð er áhersla á að nemendur á unglingastigi hafi aðgengi að gæðavalgreinum óháð búsetu, auka stærðarhagkvæmni með því að tengja nemendur og kennara rafrænt saman og fækka ferðalögum barna og fjarvistum frá fjölskyldu vegna valgreina á grunnskólastigi.
Markmið með aðgengilegum valgreinum á netinu er að tengja saman fámenn skólasamfélög og eykur stærðarhagkvæmni og gæði náms og kennslu. Þróunarverkefnið LÆRISSNEIÐ jafnar aðgengi nemenda að gæða- námi og skólaþjónustu óháð staðsetningu.
Árangurinn náðist og öll starfsemi lærisneiðarinnar gekk eftir. Mikil þróun átti sér stað á tímabilinu. Heiti
verkefnisins þróaðist og nú kallast starfsemin Valgreinaskólinn. Valgreinaskólinn er enn starfræktur og nú
haustið 2023 var öllum þátttökuskólunum og öllum skólum landins boðið að nýta sér Valgreinaskólann.
Helstu áskoranir sem hafa orðið á veginum við þróun Valgreinaskólans eru í fyrsta lagi takmörkuð fjárráð
skólanna.
Tæknilegar áskoranir hafa einnig orðið á vegi Valgreinaskólans, þ.e. slæglegt tæknilæsi kennara og
umsjónaraðila í skólunum og takmarkaður skilningur á vinnuumhverfi þess sem er að stunda nám á
netinu. Það er mikilvægt að nemendur hafi aðgang að rólegu rými til þess að þau geti tjáð sig og tekið þátt
í kennslustundum.
Upphæð: 2.000.000 kr.
Framkvæmdaraðili: Í skýjunum ehf aka. Ásgarður - skóli í skýjunum
Staðfa verkefnis: Verkefninu er lokið
Afurð verkefnisins má finna hér: Valgreinaskólinn