Forgangsverkefni fjölmenningarráðs SSNE
Markmiðið er að auka vægi fjölmenningar í landshlutanum, sækja í auknum mæli skoðanir fólks af erlendum uppruna og vinna staðfast að hagsmunum þessa ört stækkandi hóps á svæðinu.
Fjölmenningarráð hefur forgangsraðað þeim hugmyndum og verkefnum sem það mun vinna á árinu 2023. Sótt er um fjárveitingu til að standa straum af kostnaði við eftirfarandi verkþætti:
- Fullmanna fjölmenningarráð með því að bæta við 2 erlendum íbúum sem hafa búið skemur en 5 ár á Íslandi
- Uppfæra fjölmenningarstefnu og fylgja eftir að öll aðildarsveitarfélög nýti hana til grunngerðar eigin fjölmenningarstefnu
- Aðstoða öll sveitarfélög við að vinna, og framfylgja, aðgerðaáætlun fjölmenningarstefnu
- Tryggja að mótttökuáætlun barna af erlendum uppruna í öllum grunnskólum á svæðinu sé skólastjórnendum kunn og henni framfylgt
- Bæta aðgengi innflytjenda að upplýsingum SSNE á erlendum tungumálum
Upphæð 2023: 1.500.000 kr.
Upphæð 2022: 1.500.000 kr.