Félagsmiðstöð í skýjunum
Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun barna og koma til móts við þarfir þeirra og áhugamál þvert á sveitarfélög í landinu öllu. Hrópandi þörf til þess að rjúfa einangrun barna í minnstu þorpum landsins og dreifbýli auk þess stækkandi hóps barna um allt land sem eru félagslega einangruð heima hjá sér.
Framkvæmd verkefnisins er hjá Ásgarði.
Upphæð: 4.000.000 kr.
Apríl 2024 - Verkefni lokið
Vefsíða um starfsemina hefur orðið til. Opið var alla mánudaga frá 16.00 til 18.00 þar sem krakkarnir hafa spilað Dungeons and Dragons. Nemendur völdu sjálfir þennan viðburð og hafa kosið reglulega síðna hvaða starsfemi þau vilja halda úti. Þriðjudaga frá kl. 15.00 til 18.00 hefur verið rafíþróttaopnun sem staðið hefur yfir frá áramótum. Alla miðvikudaga frá 14.00 til 16.00 er almenn félagsmiðstöðvaropnun þar sem viðburðirnir hafa farið fram.
Krakkarnir hafa tekið líka tekið þátt í Rafíþróttamóti Samfés og Elko sem fram fór 15.-16. Mars 2024 og í Samfestingnum sem fram fór 3.-4. Maí 2024. Forstöðumaður hefur tekið þátt í starfsdögum á vegum Samfés og þar á meðal starfsdegi um ofbeldi barna og ungmenna og sótti aðalfundinn þar að auki.
Fjöldi einstaklinga sem sóttu félagsmiðstöðina voru tæpilega 50 krakkar. Allstaðar af af landinu. Krakkarnir koma úr Fjarðarbyggð, Borgarnesi, Þingeyjarsveit, Norðurþingi, Reykjavík, Vestfjörðum, Kópavogi og Reykjanesbæ svo einhver dæmi séu nefnd. Starfsemin fór að vinda upp á sig eftir því sem líða tók á skóalárið og nú hafa komið tölvert fleiri krakkar úr sveitarfélögum ótengdum skóla í skýjunum e þau segja sjálf að þau vilji koma í félagsmiðstöðina í skýjunum vegna þess að starfið er fjölbreytt og óháð staðsetningu.
Félagsmiðstöðin í skýjunum hefur verið starfrækt í allt skólaárið sem er að líða. Starfsemin hefur verið fjölbreytt á sama tíma og reglubundið klúbbastarf hefur verið starfrækt. „Við erum greind“, „Pælum í jafnvæginu“, „Minecraft spilasession“, „Leikjaopnun“, „Sköpum saman tónlist“, „Fána Kahoot“, „Hinsegin vika“, „Brithish Bake Off“, „Gartic Phone Opnun“, „Rocket League“, „Valentínusar og öskudagsopnun – búningar“, „Vika 6 Spjall og Kahoot“, „Opið hús“, „Spil og leikir“ og margt fleira var oðið upp á í vetur.