Fara í efni

Eimur

Markmið verkefnisins er að bæta nýtingu auðlinda á Norðurlandi eystra með verðmætasköpun, sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. 

Eimur er samstarfsverkefni Landsvirkjunar, Norðurorku, Orkuveitu Húsavíkur, Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) og Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytisins.

Eimur miðar að því að leiða saman fólk og fyrirtæki til samstarfs um tilraunir, rannsóknir og þróunarverkefni á sviði orku-, auðlinda-, og loftslagsmála, meðal annars með öflun alþjóðlegs fjármagns.

Framlag úr Sóknaráætlun:
Upphæð 2024: 7.500.000 kr. 

Allar nánari upplýsingar eru á eimur.is 

Getum við bætt síðuna?