Aukinn sýnileiki á Norðurlandi eystra
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika Norðurlands eystra sem og verkefna og fyrirtækja á svæðinu. Með auknum sýnileika er hægt að vekja athygli á svæðinu sem hentugum kost til fjárfestinga sem og búsetu ásamt því að treysta ímynd svæðisins.
Lögð verður sérstök áhersla á að draga fram verkefni fjármögnuð af Sóknaráætlun Norðurlands eystra í gegnum árangurssögur.
Tryggður verður stöðuleiki í efnisgerð sem ýtir undir jákvæða ímynd svæðisins sem er miðlar í gegnum helstu miðla SSNE. Jafnframt verður unnið að því að koma efni í landsmiðlar til umfjöllunar. Lokaafurð verkefnisins er efni sem hefur verið miðlað í fjölmiðlum, á miðlum SSNE og samstarfsfélaga.
Staða verkefnisins: Verkefnið er hafið og fyrstu verkefnin koma á miðla SSNE í september 2023.
Myndböndin sem hafa verið framleidd eru aðgengileg á youtube og má sjá þau hér.
Upphæð: 6.515.500 kr.