Sóknaráætlun
Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir. Í þeim sameinast heimamenn um framtíðarsýn, markmið, forgangsröðun verkefna og leiðir til að áætlunin nái fram að ganga.
Vinna við nýja Sóknaráætlun
Vinna er hafin við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem mun taka gildi um áramót, en gildandi áætlun gildir út árið 2024.
Vilt þú hafa áhrif á nýja áætlun?
Vinnustofur
Haldnar voru vinnustofur í öllum sveitarfélögum á svæðinu og var þar fjallað um þrjá málaflokka Sóknaráætlunar Norðurlands eystra 2025-2030: Atvinnulíf - Blómlegar byggðir - Umhverfismál.