Hraðið
- Hafnarstétt 1-3, 640 Húsvík
- Leigutími: Samkomulag
- Fundaraðstaða : Já
- Stærð rýmis: Bæði skrifborð til leigu og skrifstofur
- Næðisrými: Já
- Nánari upplýsingar: Stefán Pétur Sólveigarson
- Heimasíða: www.hradid.is
Hraðið miðstöð nýsköpunar er staðsett í húsnæði Stéttarinnar á Húsavík. Þar er hægt að leigja skrifstofu eða kaupa aðgang að vinnuborði allt frá einum degi og upp í mánuði í senn. Því fylgir aðgengi að fundarýmum, næðisrýmum, setustofu, hljóðvarpsstúdíói og kaffistofu. Einnig þátttaka í suðupotti nýsköpunar á Húsavík og aðgengi að fullbúinni stafrænni smiðju eftir auglýstri dagskrá.
Í Hraðinu
- verður þú hluti af litríku samfélagi þar sem lögð er áhersla á að skapa skemmtilegt starfsumhverfi
- er tilvalin aðstaða fyrir óstaðbundin störf
- færðu aðgengi að stafrænni smiðju (FabLab Húsavík)
- eru reglulega haldnir metnaðarfullir viðburðir og fræðsla
- er aðstaða fyrir vinnustofur og skapandi verkefni
- er notaleg aðstaða við kamínu þar sem starfsfólk getur hist og rætt málin
- færðu aðgang að þekkingarklasanum á Stéttinni þar sem starfsfólk rannsóknastofnana, stoðkerfis atvinnulífsins, háskóla og annarra fræðslustofnana vinnur að verkefnum í lifandi og skapandi samfélagi við sjávarsíðuna á Húsavík
- getur þú drukkið eins mikið kaffi og þig lystir!