Úthlutunarnefnd - 9. fundur
Aukaúthlutun úr Sóknaráætlun Norðurlands eystra
Úthlutunarnefnd
16. maí 2020 kl. 9:00, Hafnarstræti 91, 600 Akureyri
Mætt voru: Eva Hrund Einarsdóttir formaður, Hulda Sif Hermannsdóttir, Eiríkur H. Hauksson, Hilda Jana Gísladóttir og Sigurður Þór Guðmundsson. Margrét Víkingsdóttir og Guðni Bragason boðuðu forföll.
Starfsmenn SSNE: Helga María Pétursdóttir og Baldvin Valdemarsson sem rituðu fundargerð.
Fundarsetning:
Formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.
1. Fjárhagsrammi og vanhæfi.
Þann 20. apríl sl. auglýsti SSNE eftir hugmyndum að atvinnuskapandi verkefnum, á sviði nýsköpunar-, atvinnuþróunar-, menningar-, eða umhverfismála, fyrir árið 2020.
Fjárhagsramminn markast af viðbótarfjármunum af hálfu ríkisins sem veittir voru í sóknaráætlanir landshluta vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið, sem og auknu fjármagni samtakanna. Heildarfjárhæð til aukaúthlutunar er 42,1 m.kr.
Alls bárust 109 umsóknir og var samtals sótt um rúmar 370 m.kr.
Vegna sérstakra aðstæðna í samfélaginu lagði stjórn SSNE áherslu á að flýta aukaúthlutuninni eins og kostur var. Úthlutunarnefnd var því skipuð með öðrum hætti en áður með það að markmiði að vinna hratt og örugglega úr þeim umsóknum sem bárust.
Um vanhæfi:
Hilda Jana Gísladóttir lýsti yfir vanhæfi vegna umsókna nr. 10 og 75 og vék af fundi undir afgreiðslu þeirra umsókna.
2. Verklag við mat umsókna.
Umsóknum sem stóðust formkröfur var gefin einkunn fyrir eftirtalda liði sem höfðu mismunandi vægi:
- Verk og tímaáætlun (5%).
- Tengsl við markmið sóknaráætlunar (20%).
- Kostnaðaráætlun (5%).
- Samfélagslegt mikilvægi (30%).
- Atvinnusköpun (40%).
Einkunn var notuð til grundvallar við styrkveitingu.
3. Tillaga að styrkveitingu.
Úthlutunarnefnd leggur til að eftirtalin 37 verkefni hljóti styrk úr Sóknaráætlunar Norðurlands eystra vegna aukaúthlutunar 2020.
Heiti verkefnis |
Framkvæmdaaðili |
Úthlutað |
Endurskipulag ferðaþjónustu í Grímsey vegna Covid |
Arctic Trip |
1.200.000 |
Niðursuðuverksmiðja |
Kopa Food |
1.500.000 |
Stórþari |
Snæbjörn Sigurðarson, Hafþór Jónsson og Krossi útgerðarfélag |
4.000.000 |
Rófurækt á Presthólum |
Klapparós |
2.000.000 |
Stofnun þróunarvettvangs matvælavinnslu á Akureyri |
Matís, Slippurinn og Kjarnafæði |
1.000.000 |
Tónleikaröð í sumar á Akureyri Backpackers með áherslu á ungt tónlistarfólk |
Akureyri Backpackers |
300.000 |
Ræktun á heitsjávarrækju með jarðvarma á Hjalteyri við Eyjafjörð |
Hjalteyri |
1.000.000 |
Hátækni gróðurhús á norðurlandi. Áfangi 1: Viðskiptaáætlun |
Sigríður María Róbertsdóttir |
1.000.000 |
Hvíta Perlan heilsulind - frá haga til heilsu |
Sesselja I Barðdal Reynisdóttir |
1.000.000 |
Upptökur á sinfónískri tónlist fyrir alþjóðlegan afþreyingariðnað |
SinfoniaNord |
2.000.000 |
Menningar- og hrútadagar á Raufarhöfn |
Hrútavinafélag Raufarhafnar |
300.000 |
Fundi og ráðstefnur heim |
Hrafnhildur E. Karlsdóttir |
3.000.000 |
Skólatónleikar, Stúlkan í turninum |
Tónlistarfélag Akureyrar |
1.000.000 |
Aukið verðmæti sjávarfangs - Markaðssókn Primex I |
Primex |
1.500.000 |
Stafrænt ferðalag um Norðurland/Ísland |
Markaðsstofa Norðurlands |
3.000.000 |
Norðlenskur iðnviður fyrir PCC á bakka |
Skógræktin og PCC |
1.000.000 |
Í myrkri eru allir kettir gráir |
Umskiptingar |
500.000 |
Aðstöðusköpun tilraunaræktunar ostru á landi |
Víkurskel |
3.000.000 |
Miðbærinn - hjarta Akureyrar Næsta skref - ferðumst innanbæjar |
Miðbæjarsamtökin á Akureyri |
1.000.000 |
Menningarviðburðir í Hlöðunni |
Þórhildur Örvarsdóttir og Skúli Gautason |
500.000 |
Jólasaga |
Jenný Lára Arnórsdóttir |
1.000.000 |
Eyja |
Steinunn Knúts-Önnudóttir, Gréta Kristín Ómarsdóttir |
700.000 |
Gestagata á Melrakkasléttu |
Rannsóknastöðin Rif |
700.000 |
Risakusa og dýrin í Eyjafjarðarsveit |
Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar |
1.000.000 |
Markaðssetning fyrir Melar gistiheimili og Bakkaböðin |
Hildur Óladóttir |
500.000 |
Lilja |
Vala Fannell, Gunnar Örn Arnórsson |
800.000 |
Leiðarvísir um fjallaskíði á Norðurlandi |
600 Norður |
700.000 |
Störf og afþreying á íþróttasvæði UMF Einingarinnar |
Ungmennafélagið Einingin |
1.000.000 |
Matarstígur Helga magra |
Matarstígur Helga magra |
1.000.000 |
Efling sagnamiðlunar |
Iðnaðarsafnið á Akureyri |
300.000 |
Nútímafærsla Skjálftasetursins á Kópaskeri |
Skjálftafélagið |
500.000 |
Live Entertainment and Local Culture at Langanes |
KNA Veitingar |
300.000 |
Fullorðið fólk |
Leikhópurinn SingleEnsemble |
1.000.000 |
Starfsemi Þjóðlagaseturs sr. Bjarna Þorsteinssonar á Siglufirði árið 2020 |
Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar |
1.000.000 |
Framtíðarhúsnæði fyrir Könnunarsafnið á Húsavík |
Fasteignafélag Húsavíkur - Örlygur Hnefill |
1.000.000 |
Aukum innlenda framleiðslu – samvinna hönnuða og framleiðenda á Íslandi |
Vorhus |
500.000 |
Tónleikaröð í Fræðasetri um forystufé |
Fræðasetur um forystufé |
300.000 |
Fundi slitið kl. 16:00.