Úthlutunarnefnd - 5. fundur
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Úthlutunarnefnd
5. fundur
Árið 2016, mánudaginn 9. maí kl. 16:00, kom úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Eva Hrund Einarsdóttir formaður, Arnór Benónýsson, Sigurður Steingrímsson. Hulda Sif Hermannsdóttir og Birna Björnsdóttir í síma. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi sem ritaði fundargerð.
Formaður Eva Hrund Einarsdóttir bauð fundarmenn velkomna og fór yfir starfshætti úthlutunarnefndar og verklagsreglur uppbyggingarsjóðs síðan var gengið til dagskrár.
1. Fjárhagsrammi og vanhæfi.
Fjárhagsrammi atvinnuþróunar- og nýsköpunarhluta uppbyggingarsjóðs markast af ákvörðun stjórnar Eyþings. Árið 2016 hefur atvinnuþróunar og nýsköpunarhluti uppbyggingarsjóðs 42.750 þúsund kr. til úthlutunar. Við þessa upphæð bætast niðurfelldir og lækkaðir styrkir frá árinu 2015 að upphæð 4.425 þúsund kr. Sem skiptast á eftir farandi hátt milli svæða. Austursvæði kr. 22.925 þúsund kr. Eyjafjörður 24.250 þúsund kr.
Uppbyggingarsjóði bárust 58 umsóknir í atvinnuþróunar og nýsköpunarhluta sjóðsins. Samtals sótt um upphæð 126.795.666 kr.
Á fundum dagana 17. apríl , og 3. maí fór fagráðið ítarlega yfir allar umsóknir og lagði til grundvallar, samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs 2016 og matsblað.
Um vanhæfi:
Arnór kvaðst vanhæfur í umsóknum nr: Þ-16002, Þ-16012 og Þ-16019
Birna Björnsdóttir kvaðst vanhæf í umsókn nr: Þ-16015 og Þ-16016
Sigurður Steingrímsson kvaðst vanhæfur í umsókn nr: Þ-16013
Viku fundarmenn af fundi undir afgreiðslu þessara umsókna.
2. Tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar.
Formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, Sigurður Steingrímsson, fór yfir verklag sem var viðhaft við vinnu fagráðs við mat á umsóknum. Farið var yfir rök fyrir höfnun umsókna. Tillaga að styrkvilyrðum fagráðs var kynnt í kjölfarið, lagt var til að styrkja 20 verkefni að upphæð kr. 30.920 þúsund kr., þar af á austursvæði níu verkefni að upphæð 13.470 þúsund kr. og Eyjafirði 11 verkefni að upphæð 17.450 þúsund kr. Nokkrar umræður urðu um tillöguna sem var samþykkt samhljóða.
Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr atvinnuþróunar og nýsköpunarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra 2016.
Nr. |
Heiti verkefnis |
Umsækjandi |
Úthlutað |
|
E-16001 |
Upgrade of Therapy in Sak |
Afe / Dojo Software |
3.500.000 |
|
E-16002 |
Fuglastígur um Eyjafjörð |
Akureyrarstofa |
700.000 |
|
E-16005 |
Norðurljósahús á Norðurlandi |
Andrea Hlín Guðnadóttir ofl. |
1.500.000 |
|
E-16010 |
Skíði Skis |
Dagur Óskarsson |
1.000.000 |
|
E-16012 |
Myndgreining Akureyrar |
Elvar Örn Birgisson f.h. óstofnaðs ehf |
1.700.000 |
|
E-16014 |
Afþreyingargarður miðalda á Gásum |
Gásakaupstaður ses |
800.000 |
|
E-16016 |
Plastolía sem íblendiefni |
GPO ehf |
2.000.000 |
|
E-16020 |
Hulinn heimur hafsins |
Hjalteyri ehf. f.h. óstofnaðs ehf |
2.000.000 |
|
E-16022 |
Fucoidans: sykrur sjávar |
Jóhann Örlygsson |
1.500.000 |
|
E-16026 |
Molta - Afurðir |
Molta ehf |
750.000 |
|
E-16036 |
FEST Klínískur lyfjagagnagrunnur |
Þula - Norrænt hugvit ehf |
2.000.000 |
|
Þ-16001 |
Norðurljósasýning og Gestastofa |
Aurora Observatory |
2.000.000 |
|
Þ-16002 |
Laugar - Yndisferðamennska |
Bryndís Pétursdóttir o.fl. |
850.000 |
|
Þ-16004 |
Hönnun heimskautsbaugslínu Gjósku |
Gjóska |
460.000 |
|
Þ-16006 |
Finkan |
Guðrún Erla Guðmundsdóttir |
460.000 |
|
Þ-16009 |
Geithvönn - ný náttúruleg heilsuafurð úr náttúru Íslands |
Hvannalindir ehf |
2.500.000 |
|
Þ-16014 |
Styrking innviða á starfssvæði Norðurhjara |
Norðurhjari, ferðaþjónustusamtök |
1.200.000 |
|
Þ-16015 |
Uppbygging Rannsóknastöðvarinnar Rifs |
Rannsóknastöðin Rif ses. |
3.000.000 |
|
Þ-16016 |
Skemmtiferðaskip á skemmtilegu Raufarhöfn |
Raufarhöfn og framtíðin |
1.000.000 |
|
Þ-16018 |
Dreifðar byggðir - betri byggðir |
Þekkingarnet Þingeyinga og SÍMEY |
2.000.000 |
|
|
|
Samtals: |
30.920.000 |
Úthlutunarathöfn Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra mun fara fram á Breiðumýri í Þingeyjarsveit miðvikudaginn 18. maí kl. 16.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18.10
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundaritari.