Úthlutunarnefnd - 3. fundur
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Úthlutunarnefnd
3. fundur
Fimmtudaginn 22.10.2015, kom úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Sóknaráætlunar Norðurlands eystra saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Eva Hrund Einarsdóttir formaður, Hulda Sif Hermannsdóttir, Sigurður Steingrímsson og Birna Björnsdóttir. Arnór Benónýsson boðaði forföll,en ekki náðist í varamann. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður, Eva Hrund Einarsdóttir bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til dagskrár.
1. Fjárhagsrammi og vanhæfi
Fjárhagsrammi fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar markast af ákvörðun stjórnar Eyþings. Árið 2015 hefur ráðið til ráðstöfunar 42.750 þúsund krónur. Við þessa upphæð bætast niðurfelldir og lækkaðir styrkir að upphæð 9 milljónir kr. Í fyrri úthlutun ársins voru veitt styrkvilyrði að upphæð 38.570 þúsund kr. Mismunur kl. 13.180 þúsund voru flutt til næstu úthlutunar.
Fagráðið fór ítarlega yfir allar umsóknir og lagði til grundvallar, samning um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2015-2019, verklagsreglur Uppbyggingarsjóðs 2015 og matsblað. Auk þess ákvæði, samkv. 17. gr. verklagsreglna, vaxtarsamninga frá fyrra tímabili.
Um vanhæfi:
Sigurður kvaðst vanhæfur í umsókn nr: Þ-2015-38
1. Tillaga fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar
Formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar, Sigurður Steingrímsson, fór yfir verklag sem var viðhaft við vinnu fagráðs við mat á umsóknum. Til ráðstöfunar eru 13.180 þús.kr. frá fyrri úthlutun auk 200.000 kr. sem eru vextir og niðurfelldir styrkir. Farið var yfir rök fyrir tillögum að styrkjum og höfnun umsókna. Tillaga að styrkvilyrðum fagráðs var kynnt í kjölfarið. Lagt er til að fimm verkefni hljóti styrk úr Uppbyggingarsjóði að upphæð 10 milljónir króna. Eftirstöðvar 3.235 þús.kr. fluttar til næstu úthlutunar.
Úthlutunarnefnd leggur til að tillaga fagráðs sé samþykkt en til viðbótar því sem fram kemur í fundargerð fagráðsins leggur hún til að verkefnið í umsókn Þ-2015-33 verði unnið í samvinnu við Markaðsstofu Norðurlands.
Eftirtalin verkefni hljóta styrk úr atvinnuþróunar- og nýsköpunarhluta Uppbyggingarsjóðs 2015.
Þ-2015-32 |
Heimaslóð |
1.500.000 |
Skilyrt til verkefnisstjórnunar |
|
|
Þ-2015-33 |
Austurgátt / Fly Europe |
3.500.000 |
Skilyrt til verkefnisstjórnunar og að verkefnið sé unnið í samvinnu við MarkaðsstofuNorðurlands |
|
|
Þ-2015-34 |
Twin town bird festival: Vardö-Húsavík |
1.000.000 |
Skilyrt því að báðir viðburðir verði haldnir |
|
|
Þ-2015-35 |
Proteinmjöl úr jarðhita |
3.000.000 |
Skilyrt til verkefnisstjórnunar |
|
|
Þ-2015-38 |
Markaðssetning og kynningarátak erlendis |
1.000.000 |
|
|
|
|
Samtals |
10.000.000 |
|
||
Fundi slitið kl. 18.53. Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundarritari