Fara í efni

Fundargerð - Fagráð menningar - 2. fundur - 02.11.22

02.11.2022

Rafrænn fundur haldinn miðvikudaginn 2. nóvember. Fundur var settur kl. 10:00 og slitið kl. 12:00.

Allir boðaðir voru mættir: Hulda Sif Hermannsdóttir formaður fagráðs, Anita Elefsen, Guðni Bragason, Sigurður Guðni Böðvarsson og Sigríður Örvarsdóttir. Starfsmaður SSNE var Hildur Halldórsdóttir. Formaður fól starfsmanni SSNE fundarritun.

1. Áhersluverkefni
Umræður snérust að tillögum að áhersluverkefnum til stjórnar og fyrirkomulagi þar á. Fagráð lítur svo á að gott væri fyrir ráðið að vita af öðrum tillögum sem borist hafa frá framkvæmdaraðilum og mikilvægi þess að hafa þær til hliðsjónar í vinnu fagráðs við að móta nýjar tillögur til áhersluverkefna, eða öllu heldur að fagráð geti tekið þá afstöðu að senda ekki inn auka tillögur heldur styðja við þær sem fram væru komnar hverju sinni, í stað þess að móta nýjar. Það myndi jafnvel vera skilvirkara og minnka magn tillaga til stjórnar til yfirferðar og vals. Fagráð hvetur til þess að slíkar útfærslur verði skoðaðar fyrir næstu ár, án þess að senda sérstakar ályktanir þar um. Jafnframt ræddi fagráð hlutverk sitt í takt við starfsreglur er segja að ,,...ætlað það hlutverk að koma með tillögur að áhersluverkefnum sóknaráætlunar...“ og ,,Fagráðin skulu gæta þess í störfum sínum að móta áherslur í samræmi við gildandi sóknaráætlun landshlutans og kappkosta að hafa faglega heildarsýn að leiðarljósi“, ,,Fagráð menningar...skulu hvert á sínu sviði gera tillögur og umsagnir til stjórnar SSNE, er varða stefnu og framtíðarmarkmið SSNE á sviði viðkomandi fagráðs...“ og ,,Stjórn SSNE getur vísað til fagráða málum og verkefnum til umsagnar eða afgreiðslu“. Fagráðið vill gjarnan vera til staðar og veita faglegt álit eða umsögn á sviði menningarverkefna í flokki áhersluverkefna ef stjórn óskar þess við yfirferð tillaga, og sendir því frá sér þessa ályktun til stjórnar:

Ályktun um að fagráð eða fulltrúar fagráða sitji stjórnarfundi þegar allar tillögur um áhersluverkefni eru kynntar: ,,Fulltrúar í fagráði menningar leggja áherslu á að ráðið/eða fulltrúar ráðsins sitji stjórnarfundi SSNE þegar teknar eru fyrir allar tillögur sem berast um áhersluverkefni tengd menningu, í stað þess að koma aðeins að hluta þess ferlis eins og fyrirkomulagið er núna. Tilgangurinn með tilvist virks fagráðs þarf að vera skýr og sýnilegur í öllu ferlinu, en ekki bara að hluta til. Með slíkri breytingu á fyrirkomulagi mun fagráðið öðlast nauðsynlega yfirsýn og að okkar mati standa betur undir því hlutverki sem því er ætlað að sinna.“

Mótaðar voru tillögur að áhersluverkefnum en þær verða ekki tíuandaðar hér, enda ríkir trúnaður um óorðin verkefni.

Fundi slitið.

Getum við bætt síðuna?