Fagráð menningar - 6. fundur
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Fagráð menningar
6. fundur
Árið 2016, þriðjudaginn 2. febrúar kl. 16, kom Menningarráð Eyþings – fagráð menningar saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Arnór Benónýsson, Hildur Stefánsdóttir, Kjartan Ólafsson, Valdimar Gunnarsson og Þórgunnur Oddsdóttir. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Arnór Benónýsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til dagskrár.
- Fagráð skiptir með sér verkum
Fram kom tillaga um Arnór Benónýsson sem formann fagráðs menningar. Samþykkt samhljóða. Valdimar Gunnarsson var kosin varaformaður fagráðsins.
- Ákvörðun um úthlutunarfundi fagráðs menningar
Farið var yfir umsóknarferlið og framkvæmd við undirbúning og fundi fagráðs vegna úthlutunar menningarstyrkja. Umsóknarferlið er rafrænt og fá fagráðsmenn rafrænan aðgang að umsóknum. Ákveðið var að fundir fagráðs yrðu haldnir dagana 6.-7. mars nk. upplýsingar um fundarstað verða sendar þegar nær dregur. Formleg úthlutunarathöfn menningarstyrkja verður í Þingeyjarsveit um mánaðarmótin mars/apríl.
- Önnur mál.
Valdimar spurðist fyrir um skipunarbréf fyrir fagráð menningar. Formaður og menningarfulltrúi kanna hvort slíkt bréf hafi verið sent til fagráðsmanna.
Ragnheiður Jóna sagði frá verkefnum sem menningarráðið vinnur að þessa dagana, m.a. þróunarverkefninu Aftur heim, Norðurslóðaverkefninu Creative Momentum og verkefninu Grunngerð og mannauður.
Fundi slitið kl. 17.30
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fundarritari