Fagráð menningar - 5. fundur
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Fagráð menningar
5. fundur
Árið 2015, þriðjudaginn 28. sepember kl. 16:30, kom Menningarráð Eyþings saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Arnór Benónýsson, Guðný Sverrisdóttir, Hildur Stefánsdóttir, Kjartan Ólafsson, Freyr Antonsson og Jóhanna S. Kristjánsdóttir. Sóley Björk Stefánsdóttir forfallaðist, ekki náðist í varamann. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna, síðan var gengið til dagskrár.
1. Uppbyggingarsjóður og sóknaráætlun
Farið var yfir reynslu af fyrsta úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra og gert grein fyrir fundi með Stýrihóp stjórnarráðsins.
2. Menningarráð Eyþings – breytingar
Fyrir fundinum lá tillaga formanns að breytingum á samþykktum Menningarráðs Eyþings, í ljósi þeirra breytinga sem fylgja Sóknaráætlun Norðurlands eystra og nýjum Uppbyggingarsjóði. Stjórn menningarráðs samþykkti framlagða tillögu.
3. Leiðarþing 2015
Kynnt var tillaga að dagskrá fyrir Leiðarþing 2015. Stjórnin samþykkti að unnið verði áfram að undirbúningi Leiðarþings með þeim áherslum sem kynntar voru.
4. Creative Momentum – NPA verkefni
Menningarfulltrúi sagði stuttlega frá Creative Momentum sem er samstarfsverkefni fimm landa styrkt af Northern Periphery and Arctic Programme 2014-2020. Formlegt upphaf verkefnisins verður á Írlandi í lok október. Verið er að ganga frá ráðningu starfsmanns að verkefninu.
5. Önnur mál
5a. Ályktun Menningarráðs Eyþings til aðalfundar Eyþings 2015
„Frá árinu 2007 hefur Menningarráð Eyþings unnið markvisst að eflingu menningarstarfs á starfsvæði Eyþings. Í úttektum á starfi menningarráða á landsbyggðinni kemur starfsemi Menningarráðs Eyþings afar vel út. Í útttekt Capacent frá 2013 kom m.a. fram að starfsemi menningarráðs er talin grunnur fyrir farsæla þróun menningarmála á starfsvæðinu. Í ljósi þessa hvetur Menningarráð Eyþings stjórn Eyþings til að tryggja faglegt starf menningarráðs. Því er mikilvægt að ráðið verði skipað fimm einstaklingum, með faglegan bakgrunn, sem m.a. meta umsóknir fyrir uppbyggingarsjóð, leggja grunn að faglegu starfi á svæðinu og verði stjórn Eyþings til ráðgjafar í menningarmálum. Fimm manna fagráð tryggir dreifingu af svæðinu, meiri þekkingu, faglega og svæðisbundna sem leiðir til vandaðri úthlutunar“.
5.b Fulltrúar þökkuðu samstarf og óskuðu hver öðrum velfarnaðar.
Fundi slitið kl. 18.00
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundarritari.