Fagráð menningar - 19. fundur
19. fundur.
Árið 2019, sunnduagurinn 13. janúar kl. 8:30 kom fagráð menningar saman til fundar að Hótel Natur, Þórisstöðum. Mætt voru: Hulda Sif Hermannsdóttir formaður, Sólveig Elín Þórhallsdóttir, Líney Sigurðardóttir og Guðni Bragason. Magnús Guðmundur Ólafsson forfallaðist. Einnig var mætt Vigdís Rún Jónsdóttir verkefnisstjóri menningarmála hjá Eyþingi.
Fundarsetning:
Formaður Hulda Sif Hermannsdóttir, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár.
Haldið var áfram vinnu, við mat á styrkumsóknum og afgreiðslu þeirra, þar sem frá var horfið og ítarlega farið yfir allar styrkumsóknir og þær metnar út frá verklagsreglum sjóðsins.
Fagráð menningar gerir að tillögu sinni að eftirtalin verkefni hljóti styrkvilyrði úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra fyrir árið 2019.
1. Úthlutun verkefnisstyrkja
Excel-skjal:
2. Úthlutun stofn- og rekstrarstyrkja
Fagráð menningar gerir að tillögu sinni að eftirtaldir aðilar hljóti styrkvilyrði um stofn- og rekstrarstyrk úr menningarhluta Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra árið 2019.
Excel-skjal:
Önnur mál
Frá fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar barst umsókn nr. 3927 inn á borð fagráðs menningar með vilyrði fyrir styrk að fjárhæð 500.000. Fagráð menningar tók umsóknina til skoðunar og samþykkti styrk upp á 300.000, samanlagt 800.000.
Fagráð menningar vísaði umsókn nr. 3837 yfir til fagráðs atvinnu- og nýsköpunar.
Fagráð menningar ákvað að veita umsókn nr. 3749 verkefnastyrk á sviði menningar í stað stofn- og rekstrarstyrk eins og sótt var um.
Fleira var ekki gert og fundi slitið kl. 12:00
Vigdís Rún Jónsdóttir fundarritari.