Fara í efni

Fagráð menningar - 10. fundur

28.06.2016

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Fagráð menningar

10. fundur.

Árið 2016, þriðjudaginn 28. júní kl. 15:00, kom Menningarráð Eyþings - fagráð menningar saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Arnór Benónýsson formaður, Hildur Stefánsdóttir, Kjartan Ólafsson, Valdimar Gunnarsson og Þórgunnur Oddsdóttir.  Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.

 

Fundarsetning:

Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og  gengið var til dagskrár.

 

  1. Úthlutun 2016, reynsla og endurskoðun á áherslum menningarhluta uppbyggingarsjóðs

Farið var yfir reynsluna af úthlutun fyrir 2016 með hliðsjón af úthlutunareglunum. Lagt er til að skerpa á reglum varðandi stofn- og rekstrarstyrki og það sem snýr að þeim verði sett í sér kafla í  úthlutunarreglunum.

Stofn- og rekstrarstyrkireru til að styðja við menningarstarfsemi sem ekki getur notið stuðnings úr opinberum sjóðum eða til að koma á fót nýrri menningarstarfsemi. Í reglum um stofn- og rekstrarstyrki þarf einnig að koma fram að liggja þurfi fyrir skýr viðskiptaáætlun og/eða rekstrar- og starfsáætlun næstkomandi árs.

Menningarráð Eyþings – fagráð menningar leggur til að  við mat á stofn- og rekstrarstyrkjum  á sviði menningar verði litið til þátta sem:

  • stuðla að því að efla menningarstarfsemi og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu
  • stuðla að nýsköpun í menningarstarfi
  • rekstur menningarstofnana sem ekki geta notið stuðnings úr opinberum sjóðum
  •  

Menningarráð Eyþings – fagráð menningar leggur til að eftirtaldar áherslur verði á sviði menningar í úthlutun verkefnastyrkja fyrir árið 2017.

  • Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, svæða, landa eða listgreina
  • Verkefni sem fela í sér frumsköpun á sviði lista
  • Verkefni sem draga fram sérstöðu svæðisins
  • Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
  • Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára

 

  1. Önnur mál

Menningarráð Eyþings – fagráð menningar leggur til unnin verði starfsáætlun uppbyggingarsjóðs fyrir næsta úthlutunarferli.  Í áætluninni komi fram hvenær auglýst verði eftir umsóknum fyrir 2017 og hvenær umsóknarfresti lýkur.  Ennig verði þar sett fram fundaáætlun fagráða og úthlutunarnefndar.

 

Fundi slitið 17.10

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundarritari 

Getum við bætt síðuna?