Fagráð menningar - 10. fundur
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Fagráð menningar
10. fundur.
Árið 2016, þriðjudaginn 28. júní kl. 15:00, kom Menningarráð Eyþings - fagráð menningar saman til fundar að Hafnarstræti 91. Mætt voru: Arnór Benónýsson formaður, Hildur Stefánsdóttir, Kjartan Ólafsson, Valdimar Gunnarsson og Þórgunnur Oddsdóttir. Einnig var mætt Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi.
Fundarsetning:
Formaður, Arnór Benónýsson, bauð fundarmenn velkomna til fundar og gengið var til dagskrár.
- Úthlutun 2016, reynsla og endurskoðun á áherslum menningarhluta uppbyggingarsjóðs
Farið var yfir reynsluna af úthlutun fyrir 2016 með hliðsjón af úthlutunareglunum. Lagt er til að skerpa á reglum varðandi stofn- og rekstrarstyrki og það sem snýr að þeim verði sett í sér kafla í úthlutunarreglunum.
Stofn- og rekstrarstyrkireru til að styðja við menningarstarfsemi sem ekki getur notið stuðnings úr opinberum sjóðum eða til að koma á fót nýrri menningarstarfsemi. Í reglum um stofn- og rekstrarstyrki þarf einnig að koma fram að liggja þurfi fyrir skýr viðskiptaáætlun og/eða rekstrar- og starfsáætlun næstkomandi árs.
Menningarráð Eyþings – fagráð menningar leggur til að við mat á stofn- og rekstrarstyrkjum á sviði menningar verði litið til þátta sem:
- stuðla að því að efla menningarstarfsemi og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu
- stuðla að nýsköpun í menningarstarfi
- rekstur menningarstofnana sem ekki geta notið stuðnings úr opinberum sjóðum
Menningarráð Eyþings – fagráð menningar leggur til að eftirtaldar áherslur verði á sviði menningar í úthlutun verkefnastyrkja fyrir árið 2017.
- Verkefni sem hvetja til samstarfs einstaklinga, hópa, svæða, landa eða listgreina
- Verkefni sem fela í sér frumsköpun á sviði lista
- Verkefni sem draga fram sérstöðu svæðisins
- Verkefni sem efla atvinnustarfsemi á sviði menningar og lista
- Verkefni sem fela í sér listsköpun fólks á aldrinum 18-25 ára
- Önnur mál
Menningarráð Eyþings – fagráð menningar leggur til unnin verði starfsáætlun uppbyggingarsjóðs fyrir næsta úthlutunarferli. Í áætluninni komi fram hvenær auglýst verði eftir umsóknum fyrir 2017 og hvenær umsóknarfresti lýkur. Ennig verði þar sett fram fundaáætlun fagráða og úthlutunarnefndar.
Fundi slitið 17.10
Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir fundarritari