Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar - 9. fundur
Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra
Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar
9. fundur
Fimmtudaginn 30.03.2017 kl. 10:00 kom fagráð Uppbyggingasjóðs Norðurlands eystra á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar saman að Hafnarstræti 91 3.hæð. Úr fagráði mættu: Eiríkur Hauksson, Heiðrún Óladóttir, Sigríður Róbertsdóttir, Sigurður Steingrímsson og Snæbjörn Sigurðarson.
Einnig voru mættir Baldvin Valdimarsson frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar og Ari Páll Pálsson frá Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga.
Formaður fagráðs, Sigurður Steingrímsson, setti fundinn. Hann greindi frá að starfsmenn atvinnuþróunarfélaga væru mættir á fundinn til að veita upplýsingar um umsóknir eða einstök verkefni, en tækju ekki þátt í ákvörðunum fagráðs.
Formaður óskaði eftir því að fulltrúar í fagráði greindi frá hugsanlegu vanhæfi við umfjöllun og ákvarðanir einstakra umsókna.
Sigurður Steingrímsson lýsti yfir vanhæfi varðandi umsókn Þ-17015.
Heiðrún Óladóttir lýsti yfir vanhæfi varðandi umsóknir Þ-17008 og Þ-17011.
Formaður kynnti hluta úr fundargerð Eyþings frá 15.03.2017, þar sem fram kom að til ráðstöfunar í verkefni atvinnuþróunar og nýsköpunar eru 53.395.000 kr.
Fagráð hóf yfirferð þeirra 45 umsókna sem bárust í Uppbyggingasjóðinn og stóð fundurinn stóð til kl.16:00.