Fara í efni

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar - 8. fundur

03.05.2016

 

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar

 

8. fundur

Fagráð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar hélt fund þriðjudaginn 3. maí 2016, kl.10:00-12:00 í húsnæði Eyþings að Hafnarstræti 91. Þar mættu Sigurður Steingrímsson og Ögmundur Knútsson frá fagráði og auk þeirra Ari Páll Pálsson starfsmaður AÞ og Baldvin Valdemarsson starfsmaður AFE. Í fjarfundi voru Heiðrún Óladóttir, Sigríður María Róbertsdóttir og Snæbjörn Sigurðarson.

Formaður fagráðs, Sigurður Steingrímsson setti fund og stjórnaði. Fyrir fundinum lágu eftirfarandi upplýsingar um heildarfjármagn til atvinnuþróunar og nýsköpunar: framlag ársins 2016 kr.42.750.000 sem skiptist til helminga milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu. Því til viðbótar fjármagn flutt frá fyrra ári og niðurfelldir styrkir í janúar 2016; í Eyjafirði kr.550.000 og í Þingeyjarsýslu kr.1.550.000.

Starfsmenn þróunarfélaganna kynntu verkefnisumsóknirnar hvor af sínu svæði, tillögur fagráðsfulltrúa frá fyrri fundum að afgreiðslu þeirra og röksemdir þar að lútandi. Hver umsókn var rædd áður en fagráð kom sér saman um tillögu að afgreiðslu til úthlutunarnefndar sem sjá má í töflu hér að aftan.

Sigurður Steingrímsson vék af fundi vegna vanhæfis við umræður og afgreiðslu umsóknar Þ-16013 frá Mýsköpun og NMÍ.

Heiðrún Óladóttir vék af fundi vegna vanhæfis við umræður og afgreiðslu umsóknar Þ-16018 frá Símey og Þekkingarneti Þingeyinga.

Alls bárust 58 umsóknir til atvinnuþróunar og nýsköpunar þar sem samtals var sótt um kr.126.795.666. Lagt er til að styrkja 20 verkefni um samtals kr. 30.920.000.

 

Fundi var slitið kl.12:00 og starfsmönnum falið að ganga frá heildarlista umsókna og fundargerð. 

Tillaga að úthlutun

 

 

Nr.

Heiti verkefnis

Umsækjandi

Tillaga að úthlutun

 
 

E-16001

Upgrade of Therapy in Sak

Afe / Dojo Software

3.500.000

 

E-16002

Fuglastígur um Eyjafjörð

Akureyrarstofa

700.000

 

E-16005

Norðurljósahús á Norðurlandi

Andrea Hlín Guðnadóttir ofl.

1.500.000

 

E-16010

Skíði Skis

Dagur Óskarsson

1.000.000

 

E-16012

Myndgreining Akureyrar

Elvar Örn Birgisson f.h. óstofnaðs ehf

1.700.000

 

E-16014

Afþreyingargarður  miðalda á Gásum

Gásakaupstaður ses

800.000

 

E-16016

Plastolía sem íblendiefni

GPO ehf

2.000.000

 

E-16020

Hulinn heimur hafsins

Hjalteyri ehf. f.h. óstofnaðs ehf

2.000.000

 

E-16022

Fucoidans: sykrur sjávar

Jóhann Örlygsson

1.500.000

 

E-16026

Molta - Afurðir

Molta ehf

750.000

 

E-16036

FEST Klínískur lyfjagagnagrunnur

Þula - Norrænt hugvit ehf

2.000.000

 

Þ-16001

Norðurljósasýning og Gestastofa

Aurora Observatory

2.000.000

 

Þ-16002

Laugar - Yndisferðamennska

Bryndís Pétursdóttir o.fl.

850.000

 

Þ-16004

Hönnun heimskautsbaugslínu Gjósku

Gjóska

460.000

 

Þ-16006

Finkan

Guðrún Erla Guðmundsdóttir

460.000

 

Þ-16009

Geithvönn - ný náttúruleg heilsuafurð úr náttúru Íslands

Hvannalindir ehf

2.500.000

 

Þ-16014

Styrking innviða á starfssvæði Norðurhjara

Norðurhjari, ferðaþjónustusamtök

1.200.000

 

Þ-16015

Uppbygging Rannsóknastöðvarinnar Rifs

Rannsóknastöðin Rif ses.

3.000.000

 

Þ-16016

Skemmtiferðaskip á skemmtilegu Raufarhöfn

Raufarhöfn og framtíðin

1.000.000

 

Þ-16018

Dreifðar byggðir - betri byggðir

Þekkingarnet Þingeyinga og SÍMEY

2.000.000

 

 

 

Samtals:

30.920.000

 

 

 

 

Getum við bætt síðuna?