Fara í efni

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar - 5. fundur

25.04.2016

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar

 

5. fundur

Haldinn var til fjarfundur í fagráði atvinnuþróunar og nýsköpunar, mánudaginn 25. apríl 2016 kl. 14:00 vegna umsókna á svæði Þingeyjarsýslu með umsóknarfrest 18. mars 2016. Fundurinn fór fram í GoToMeeting fjarfundakerfi og símafundi. Mættir voru Sigurður Steingrímsson, formaður fagráðs, Heiðrún Óladóttir og Snæbjörn Sigurðarson fulltrúar af Þingeyjarsýslusvæðinu ásamt Ara Páli Pálssyni starfsmanni Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Uppbyggingarsjóðs.

Fyrir fundinum lágu 22 umsóknir og voru þær ræddar og metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun og umsóknargögnum sjóðsins. Ekki náðist að fara yfir allar umsóknir á fundartímanum og því var boðaður framhaldsfundur föstudaginn 29. apríl og fundi slitið kl.17:00.

 

Getum við bætt síðuna?