Fara í efni

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar - 3. fundur

19.06.2015

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra

Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar

 

3. fundur

Fundur fagráðs Uppbyggingarsjóðs kl. 10.00 þann 19. júní 2015.

Fundarmenn: Sigríður Róbertsdóttir, Heiðrún Óladóttir, Reinahard Reynisson Sigurður Steingrímsson, Snæbjörn Sigurðarson í símanum.  Baldvin Valdemarsson ritaði fundargerð.

Farið yfir fyrirliggjandi umsóknir. Samtals er um að ræða 64 umsóknir. 

Um niðurstöður er vísað í meðfylgjandi lista sem sendur verður til úthlutunarnefndar.

Við afgreiðslu tveggja umsókna frá MýSköpun ehf.  lýsti Sigurður Steingrímsson sig vanhæfan þar sem hann er varamaður í stjórn félagsins.  Hann vék af fundi við umræðu og afgreiðslu umsóknanna.

Heiðrún Óladóttir lýsti sig vanhæfa við afgreiðslu umsóknar frá Þekkneti Þingeyinga þar sem hún er starfsmaður og vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Fleira gerðist ekki.

 

Fundi slitið kl 13.00

 

Getum við bætt síðuna?