Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar - 13. fundur
Fimmtudaginn 18.01.20108 var haldinn fundur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra. Fundurinn var fjarfundur í með aðstoð fundabúnaðarins „gotomeeting”
Eftirfarandi nefndarmenn í fagráði tóku þátt í fundinum: Sigríður María Róbertsdóttir, Snæbjörn Sigurðarson, Eiríkur Hauksson og Sigurður Steingrímsson. Heiðrún Óladóttir fékk fundarboð, en tók ekki þátt þar sem hún taldi sig vanhæfa við umfjöllun um verkefni fundarins sem lúta að Þekkingarneti Þingeyinga.
Dagskrá fundarins var:
1) Beiðni frá úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra um að fagráð fari aftur yfir umsókn nr. 2001 „Búseta og byggð 2008-2018” frá Þekkingarneti Þingeyinga og komi með frekari rökstuðning fyrir veitingu styrks, þar sem úthlutunarnefnd telur að umsóknin sé á mörkum þess að falla undir styrkhæf verkefni í Uppbyggingasjóð Norðurlands eystra.
Fram kom í máli fundarmanna að ljóst hefði verið að þessi umsókn væri á mörkunum þess að vera styrkhæf, vegna þess að sýnileg atvinnusköpun af verkefninu væri lítil sem engin eins og fram kom í vinnuskjali fagráðs. Engu að síður væri um að ræða þarft og mikilvægt verkefni að ræða. Fram kom á fundinum að fyrir lægi tillaga að áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra um innviðagreiningu á svæði Eyþings, sem tekur þó ekki á sömu þáttum og gert er ráð fyrir í umsókn Þekkingarnetsins. Einnig kom fram að hliðstæð rannsóknaverkefni og „Búseta og byggð 2008-2018” hefðu verið unnin á Norðurlandi vestra og Vesturlandi og að þau verkefnið hefðu verið fjármögnuð sem áhersluverkefni á viðkomandi svæðum.
Niðurstaða fagráðs er eftirfarandi:
Fagráð leggur til, í ljósi athugasemdar úthlutunarnefndar og upplýsinga um fjármögnun sambærilegra verkefna á Norðvesturlandi og Vesturlandi, að ekki verði veittur styrkur úr Uppbyggingasjóði til umsóknar nr. 2001 „Búseta og byggð 2008-2018” frá Þekkingarneti Þingeyinga. Fagráð telur verkefnið engu að síður mikilvægt og beinir því til Eyþings að kannað verði hvort ekki sé unnt að fjármagna verkefnið sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar.
Í ljósi framangreindra breytinga á styrk til umsóknar nr. 2001 „Búseta og byggð 2008-2018” gerir fagráð eftirfarandi breytingar á fyrri tillögu til úthlutunarnefndar. Heiðrún Óladóttir tók þátt í þessari tillögu til úthlutunarnefndar.
Fagráð leggur til að styrkur til umsóknar nr. 2046 „Arctic Coast Way” frá Margréti Víkingsdóttir verði 5.500.000 kr. í stað 5.000.000 kr.
Fagráð leggur til að umsókn nr. 1929 „Áfangastaður fortíðarinnar til framtíðar” frá Minjasafninu á Akureyri verði styrkt um 1.000.000 kr. Styrkurinn er skilyrtur til undirbúnings og mótun verkefnisins svo sem að kortleggja snertifleti Minjasafnsins á Akureyri og undirsafna við ferðaþjónustu og hvernig best sé að standa að markaðssetningu og kynningu vegna ferðamála. Fagráð hvetur til þess verkefnið verið útvíkkað til alls starfssvæðis Eyþings og samráð/samstarf verði við Menningarmiðstöð Þingeyinga þar sem um sameignlega hagsmuni getið verið að ræða. Einnig er umsækjandi hvattur til samstarfs við Markaðsstofu Norðurlands um verkefnið.
Fleira ekki tekið fyrir
Fundargerð ritaði Sigurður Steingrímsson