Fara í efni

Fagráð atvinnuþróunar- og nýsköpunar - 11. fundur

17.10.2017

Þriðjudaginn 17. október kl. 15.00 var haldinn fundur fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar hjá Uppbyggingarsjóðs Norðurlands eystra.  Fundurinn var haldin í gegnum fundabúnaðinn „gotomeeting”. 

Mættir voru: Heiðrún Óladóttir, Sigríður María Róbertsdóttir, Snæbjörn Sigurðarson, Eiríkur Hauksson og Sigurður Steingrímsson.

Dagskrá fundarins var:

1)      Erindi frá Arnheiði Jóhannsdóttur framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands, Kristínu Sóley Björnsdóttur viðburðastjóra Menningarfélags Akureyrar og Maríu Helenu Tryggvadóttur verkefnastjóra ferðamála hjá Akureyrarstofu vegna verkefnisins „Ráðstefnumarkaðurinn Norðurland”

2)      Erindi frá Ara Páli Pálssyni vegna verkefnisins  „Þ-16016 Skemmtiferðaskip á skemmtilegu Raufarhöfn”.

 

Erindið vegna verkefnisins „Ráðstefnumarkaðurinn Norðurland” snerist um það að nýr verkefnisstjóri, Þorgeir Pálsson er kominn að verkefninu og gert er ráð fyrir að því ljúki ekki fyrir áramót, heldur í janúar 2018.  Fagráðið féllst á þessa breytingu.

 

Erindið vegna verkefnisins  „Þ-16016 Skemmtiferðaskip á skemmtilegu Raufarhöfn” snerist um það að m.a. vegna fæðingarorlofs hefði verkefnið tafist og að því lyki ekki fyrir áramót heldur í janúar 2018.  Fagráðið féllst á þessa breytingu.

Í umræðum um erindin kom fram töluvert var liðið á árið þegar úthlutun fór fram og því hefðu styrkþegar haft styttri tíma en ella að vinna verkefnið og það væru rök fyrir því að heimila verklok eftir áramót 2017/2018.

Fleira ekki tekið fyrir

 

Fundargerð ritaði Sigurður Steingrímsson

 

Getum við bætt síðuna?