Fara í efni

2. fundur Fagráðs umhverfismála

23.06.2022

2. Fundur Fagráðs umhverfismála - SSNE
Teams fundur, 23.6.2022

Mætt voru: Guðmundur Sigurðarson, Rut Jónsdóttir, Ottó Elíasson (formaður) og Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður SSNE.
Áki Guðmundsson og Salbjörg Matthíasdóttir forfölluðust.

Dagskrá
1. Formaður fagráðs fer yfir þær reglur sem gilda um fagráðið og fyrirkomulag funda 
Formaður fór yfir hlutverk og starfsreglur ráðsins. Fram kom að starf ráðsins er í þróun og tekið fram að mögulega verður kallað til styttri funda um einstaka málefni ef erindið er talið brýnt.

2. Frkv.stj Vistorku Guðmundur H. Sigurðarson kynnir stöðu hagkvæmnimats líforkuvers
Guðmundur fór yfir stöðu verkefnisins og kynnti næstu skref, fyrstu drög líta vel út. Gert er ráð fyrir að skýrslan komi út í haust.

Ályktun fagráðs umhverfismála SSNE um meðferð lífúrgangs í tengslum við fund 23. júní 2022
Fagráð umhverfismála SSNE ályktar að afar brýnt sé að taka á meðferð lífúrgangs á starfssvæði SSNE. Lífúrgangur getur gegnt veigamiklu hlutverki í orkuskiptum, og sem áburður ýmist í landbúnaði eða til landgræðsuverkefna. Uppbygging skilvirks hringrásarhagkerfis á Íslandi er nauðsynlegt skilyrði fyrir því að góður árangur náist í umhverfis- og loftslagsmálum. Ísland þarf að hlíta alþjóðlegum samþykktum um t.a.m. um meðferð lífúrgangs, en alltof víða er pottur broinn í þeim efnum. Nýlega var Íslandi t.a.m. stefnt fyrir EFTA dómstól vegna langvarandi sinnuleysis í þessum málaflokki. 

Fagráð umhverfismála fékk á fundi sínum þann 23. júní, s.l., kynningu á stöðu hagkvæmnimats fyrir Líforkuver. Framvinda verksins lofar mjög góðu og ekkert bakslag er fyrirséð t.a.m. í rekstrarforsendum slíks vers sem starfað gæti á starfssvæði Norðurlands eystra. Stefnt er að því að hagkvæmnimatið verði tilbúið í haust, og þá hvetur fagráð umhverfismála eindregið til þess að stjórn SSNE verði í stakk búin til að koma málinu í áframhaldandi farveg og hefji strax vinnu við fjármögnun verkefnisins.

3. Fundarhlé 

4. Verkefnastjóri Umhverfismála kynnir drög að nýrri svæðisáætlun úrgangsmála fyrir Norðurland 
a. Smári fór yfir stöðu svæðisáætlunnar. Komin eru drög að svæðisáætlun, og er vinnu við stöðumat úrgangsmála landshlutans að mestu lokið. Þá var kynnt samantekt úr vinnufundi sem haldin var í tenglsum við svæðisáætlanagerðina með fulltrúum sveitarfélaga 25. apríl s.l. Stefnt er á að full kláruð drög með stefnu liggi fyrir í lok ágúst og verður þá farið í kynningarátak í allar sveitastjórnir þar sem þeim verður gert kleift að gera athugasemdir áður en svæðisáætlun ver í almennt kynningarferli.

Undir þessum lið var farið yfir næstu skref í vinnu í átt að hringrásarhagkerfi á Norðurlandi eystra og ráðinu gert grein fyrir þeim verkefnum sem SSNE hefur boðið sveitarfélögum að taka þátt í undir merkjum áhersluverkefnis. Þar ber að nefna sameiginlegt verkefni um endurskoðun samþykkta um meðhöndlun úrgangs, sameiginlegt verkefni um endurskoðun og samræmingu á uppsetningu gjaldskráa og sameiginlegt verkefni um samræmda uppsetningu útboðsgagna

Ályktun fagráðs umhverfismála SSNE um gjaldskrár sveitarfélaga fyrir sorphirðu í tengslum við fund 23. júní 2022
Nú eru fyrirséðar miklar breytingar á regluverki um meðferð úrgangs. Þar er höfð að leiðarljósi sú regla, að sá sem mengar skal borga. Fagráð umhverfismála hvetur sveitarfélaög eindregið til að stilla gjaldskrám sínum upp þannig að hámarks gjald verði innheimt fyrir almennt (óflokkað) sorp, og lágmarks (eða jafnvel ekkert) gjald verði innheimt fyrir flokkað sorp. Í slíku fyrirkomulagi felst beinn fjárhagslegur hvati til íbúa og fyrirtækja til þess að auka flokkunarhlutfall sitt sem mest.

5. Verkefnastjóri umhverfismála fer yfir stöðu áherslu verkefnis til stefnumörkunar landnýtingar, orkuskipta og auðlindamálum
a. Smári gerði grein fyrir stöðu verkefnis um endurheimt votlendis þar sem unnin hefur verið gróf greining á tækifærum til endurheimtar votlendis á Norðurlandi eystra, m.a. á landi í eigu sveitarfélaga. Niðurstaða þessarar samantektar er að á Norðurlandi eystra eru um 820 km af skurðum sem líta út fyrir að vera heppilegir til endurheimtar. Þar af eru 49 km á landi í eigu sveitarfélaganna. Gróft mat gefur til kynna að sveitarfélög á Norðurlandi eystra geta dregið saman losun sína um 3000 til 9000 tonn CO2 ígilda á ári, sem samsvarar ígildi 1500-4500 fólksbílum.

b. Smári og Ottó fóru í sameiningu yfir verkefni um mat á þörf hleðslu innviða til að stuðla að orkuskiptum sem verður frumgagn í frekari vinnu við að ná samkomulagi um hlutverk mismunandi aðila í orkuskiptum.

Ályktun fagráðs umhverfismála SSNE um nýframkvæmdir í sveitarfélögum í tenglsum við fund 23. júní 2022
Fagráð umhverfismála hvetur eindregið til þess að sveitarfélög sem standa í framkvæmdum á borð við gatna- og bílastæðagerð, eða framkvæmdum við þjónustumiðstöðvar og aðra stofnanir samfélagsins nýti tækifærið og setji upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Rafbílaeign og notkun er að verða almenn, og nauðsynlegt er að þjónustustigið/innviðir fylgi og verði ekki hamlandi þáttur í þessum hluta orkuskipta á Íslandi. Hér er lögð sérstök áhersla á uppsetningu 22 kW hleðslustöðva, sem ekki flokkast sem hraðhleðslustöðvar. Slíkum stöðvum er upplagt að koma fyrir þar sem fólk stoppar oft í allt að klukkustund eða jafnvel lengur, t.d. við sundlaugar, söfn, veitingastaði, matvörubúðir o.s.frv.

6. Önnur mál
a. Tillöga um að SSNE stofni spretthópa sem leggi til aðgerðir í loftslagmálum á svæðinu
Fagráð umhverfismála leggur til að settir verði á hóp spretthópar á sviði landnýtingar, orkuskipta og úrgangsmála, og þeim verði gert að skila tillögum um aðgerðir í þessum málaflokkum sem stuðla að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda, til SSNE og sveitarfélaganna. Þrír til fimm sérfræðingar munu skipa hvern spretthóp og verður þeim gert að gera grein fyrir tillögum sínum á einföldu formi, t.d. á minnisblaði eða í glærukynningu. Hver spretthópur hittist á þremur tveggja klukkustundar löngum fundum á tímabili sem spannar tvær vikur, og mun afrakstur hans liggja fyrir að þeim loknum. Enn er óljóst hvaða aðilar bera beina ábyrgð í tilteknum málaflokkum þegar kemur að loftslagsmálum og því er þörf á fræðslu og samstillingu meðal þeirra sem taka ákvarðanir. Þetta á sérstaklega við um sveitarfélögin og það hvernig þau geta t.a.m. beitt skipulagsvaldinu í þágu loftslagsmála. Vonin stendur til þess að spretthóparnir skili af sér áhrifaríkum tillögum um loftslagsaðgerðiraðgerðir sem styðja vð markmið stjórnvalda í þeim málaflokki.

b. Almenn ályktun um mikilvægi umhverfismála
Markmið stjórnvalda eru að kolefnisfótspor Íslands hafi dregist saman um 55% árið 2030, m.v. árið 2005 og til þess þarf að halda mjög vel á spöðunum. Þær sveitarstjórnir sem nú sitja við stjórnvölinn í sveitarfélögum landsins eru einungis næstsíðustu sveitarstjórnirnar sem stýra munu, áður en árið 2030 gengur í garð. Það er því ekki seinna vænna að móta sér skýra og árangursríka stefnu um aðgerðir í umhverfismálum og uppbyggingu grænna innviða í sveitarfélögum landsins.

Fundargerð ritaði Smári Jónas Lúðvíksson

Getum við bætt síðuna?