Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 4. fundur – 15. janúar 2020

15.01.2020

Fundur haldinn miðvikudaginn 15. janúar 2020 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 13:05. Fundi slitið kl. 15:20.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Helga Helgadóttir, Kristján Þór Magnússon, Helgi Héðinsson sem vék af fundi kl. 15:15, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson sem vék af fundi kl. 15:10 og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.     Heimsókn RHA og HA.     

Arnar Þór Jóhannesson og Hjalti Jóhannessonsérfræðingar hjá RHA og Eyjólfur Guðmundsson rektor HA sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.        

Hjalti og Eyjólfur kynntu tillögur að áhersluverkefnum.

Arnar kynnti niðurstöður úr fýsileikakönnun sem RHA vann fyrir SSNE um sameiningu safna á svæðinu.

Stjórn þakkar Arnari, Hjalta og Eyjólfi fyrir heimsóknina.                     

2.     Áhersluverkefni fyrir árið 2020.                                  

Framkvæmdastjóri fer yfir verklagsreglur vegna áhersluverkefna.

Framkvæmdastjóra falið að útfæra tillögur að breyttum verklagsreglum.

Framkvæmdastjóra og verkefnastjóra menningarmála falið að halda utan um áhersluverkefni sem berast.

3.     Skipulagning nýrra samtaka.                                         

Reinhard Reynisson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

Framkvæmdastjórateymi fer yfir stöðu verkefna vegna skipulagningar nýrra samtaka.

Lagt fram til kynningar.

4.     Ráðningarferli.                                                                

Formaður fer yfir stöðu ráðningarferlis.

Lagt fram til kynningar.

5.     Aðgerðahópur um Akureyrarflugvöll.

Formaður leggur til að Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, sem tilnefndur var af stjórn í aðgerðahóp um Akureyrarflugvöll, fái greitt fyrir fundarsetu og ferðakostnað í vinnuhópnum.

Minnisblað nefndarmanns lagt fram til kynningar.

Stjórn samþykkir tillöguna.

6.     Tilkynning þar sem fram kemur að Tjörneshreppur verði ekki aðili í Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.     

Formaður fer yfir tölvupóst frá Aðalsteini J. Halldóssyni, oddvita í Tjörneshreppi, þar sem hann tilkynnir að Tjörneshreppur verði ekki aðili í nýjum landshlutasamtökum.

Stjórn samþykkir erindið og felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að uppgjöri sveitarfélagsins gagnvart Eyþingi og leggja fyrir stjórn.

7.     Nafnasamkeppni.                                                                   

Framkvæmdastjóri kynnir niðurstöður úr nafnasamkeppni samtakanna sem stóð yfir frá 30. desember til 10. janúar sl.

Stjórn tók ákvörðun um nafn samtakanna - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).

8.     Framlenging á viðauka við ráðningarsamning starfandi framkvæmdastjóra.

Formaður kynnir drög að framlengingu á viðauka við ráðningarsamning starfandi framkvæmdastjóra.

Stjórn felur formanni að ganga frá tímabundinni framlengingu ráðningarsamnings.

9.     Fulltrúi SSNE í verkefnastjórn Landsnets vegna Blöndulínu 3.                     

Formaður leggur til að tilnefndur verði varamaður fyrir Sóleyju Björk Stefánsdóttur í verkefnastjórn vegna Blöndulínu 3.

Stjórn tilnefnir Víði Gíslason sem varamann í verkefnastjórn vegna Blöndulínu 3.

10.     Samningur milli SSNE og Strategíu ráðgjafafyrirtækis.                                  

Formaður kynnir drög að samningi milli SSNE og Strategíu ráðgjafafyrirtækis vegna ráðgjafar við skipulag, stjórnarhætti og rekstur félagsins.

Stjórn felur formanni að ganga frá samningi við Strategíu ráðgjafafyrirtæki.

11.     Tillaga að fundartíma stjórnarfunda frá janúar til júní 2020.                       

Framkvæmdastjóri kynnir tillögu að fundartíma stjórnarfunda frá janúar til júní.

Stjórn samþykkir framlagða tillögu.

12.     Efni til kynningar.

a)      Fundargerð 551. fundar stjórnar SASS.

b)      Fundargerð 877. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

c)      Undirritaður samningur um sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024.

d)      Sveitarstjórapistill nr. 66 úr Mývatnssveit.

e)      Fundargerð 57. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál.

13.     Önnur mál.

Framkvæmdastjóri kynnti mögulegt verkefni í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir stjórn.

Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram.

Getum við bætt síðuna?