Fundargerð - stjórn SSNE - 36. fundur - 9. mars 2022
Fundur haldinn miðvikudaginn 9. mars 2022 á skrifstofu Grýtubakkahrepps og hófst fundurinn kl. 13:30. Fundi slitið kl. 15:25
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Aldey Unnar Traustadóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Helga Helgadóttir, kom inn á fjarfundi kl. 14:50, og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Ársreikningur SSNE 2021
Níels Guðmundsson endurskoðandi fór yfir drög að ársreikningi SSNE 2021 og lagði fram til staðfestingar. Rögnvaldur Guðmundsson sat einnig fundinn undir þessum lið.
Stjórn SSNE staðfestir ársreikning 2021 og verður hann undirritaður rafrænt.
2. Fjárhagsáætlun SSNE 2023
Rögnvaldur Guðmundsson fór yfir fjárhagsáætlun 2022 og drög að fjárhagsáætlun 2023.
Stjórn þakkar fyrir kynninguna og verður fjárhagsáætlunin lögð fyrir ársþing í apríl með þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum.
3. Jafnréttismál og byggðaþróun
Rebekka Kristín Garðarsdóttir ræddi tillögur sem snúa að jafnréttismálum og tengingu þeirra við byggðaþróun. Rætt var um það m.a. hvernig jafnréttismál geta endurspeglast í starfi SSNE.
Stjórn leggur til að gerðar verði breytingar á aðgerðaráætlun Sóknaráætlunar með tilliti til samtvinnunar byggða- og jafnréttismála og að málið verði tekið til umræðu á ársþingi samtakanna.
4. Undirbúningur fyrir ársþing 2022
Framkvæmdastjóri kynnti drög að tillögum fyrir ársþing 2022 ásamt dagskrárdrögum.
Stjórn SSNE samþykkir tillögurnar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og verða þær lagðar fyrir ársþing í apríl.
5. Staða verkefna og 90 daga áætlun
Umræðum frestað til næsta stjórnarfundar
6. Ársskýrsla SSNE 2021
Umræðum frestað til næsta stjórnarfundar
7. Efni til kynningar.
a) Fundargerð 78. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins
b) Fundargerð 907. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
c) Bókun byggðarráðs Norðurþings varðandi fjámögnun málaflokks fatlaðra
d) Samþykkt stjórnar Sambandsins varðandi Úkraínu
e) Umsögn Fjallabyggðar um þingsályktunartillögu um úttekt á tryggingarvernd í kjölfa náttúruhamfara
f) Fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands
8. Frá nefndasviði og samráðsgátt
a) Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011
b) Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003
c) Skýsla starfshóps um stöðu og áskoranir í orkumálum.
d) Glærukynning starfshóps um stöðu og áskoranir í orkumálum.