Fundargerð - stjórn SSNE - 34. fundur - 28. janúar 2022
Fundur haldinn föstudaginn 28. janúar 2022 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 14:05
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Sigurður Þór Guðmundsson, Þröstur Friðfinnsson, Aldey Unnar Traustadóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Eva Hrund Einarsdóttir, Jón Stefánsson, Helga Helgadóttir, mætti kl. 13:20, og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
1. Áhersluverkefni SSNE 2022
Anna Lind Björnsdóttir, Elva Gunnlaugsdóttir, Hildur Halldórsdóttir, Nanna Steina Höskuldsdóttir, Rebekka Kristín Garðarsdóttir og Smári Jónas Lúðvíksson, verkefnastjórar SSNE kynntu verkefnatillögurnar og véku svo af fundi.
Alls liggja fyrir 16 tillögur um áhersluverkefni og heildarfjárþörf er metin 94,7 milljónir. Til ráðstöfunar í áhersluverkefni 2022 eru 62,9 milljónir.
Stjórn SSNE samþykkti eftirfarandi áhersluverkefni fyrir árið 2022:
Kynning og upplýsingamiðlun á ensku kr. 2,000,000
Norðurslóðamiðstöð Íslands kr. 10,000,000
Markaðs- og kynningarsókn framhaldsskólanna kr. 3,200,000
Gullkistan - Námsskráin og tækifærin allumlykjandi kr. 4,000,000
Lærisneið - Valgreinar fyrir nemendur á unglingastigi kr. 2,000,000
Nýsköpun, m.a. Norðanátt kr. 6,000,000
Sjálfbær ferðaþjónusta á Norðurlandi kr. 1,170,000
Fræðsluáætlun varðandi umhverfis- og loftlagsmál kr. 4,525,000
Ungmennaþing kr. 1,000,000
Veltek - heilbrigðis- og velferðarklasinn kr. 7,000,000
Fiðringur - hæfileikakeppni grunnskóla á NA kr. 3,000,000
Fjölmenningarráð kr. 1,500,000
Umhverfismál - Stefnumótun og aðgerðaráætlanir kr. 15,000,000
Samgöngustefna kr. 2,500,000