Fundargerð - stjórn SSNE - 30. fundur - 13. október 2021
Fundur haldinn í fjarfundi 13. október 2021 og hófst fundurinn kl. 10:00. Fundi slitið kl 11:35.
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Þorsteinn Ægir Egilsson fyrir Sigurð Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir (mætti kl 10:15) og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Fjarverandi var Kristján Þór Magnússon.
Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
Dagskrá:
1. Desemberþing SSNE
Ákveðið að desemberþing SSNE verði haldið í Eyjafjarðarsveit 10. desember kl. 11.
2. Undirbúningur fyrir áhersluverkefni 2022
Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna verkefnið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
3. Skipulag starfsstöðva SSNE
Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna tillögu til stjórnar um skipulag og mönnun starfsstöðva SSNE í samræmi við umræður á fundinum.
4. Hagkvæmnismat fyrir líforkuver
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu mála varðandi mat á hagkvæmni líforkuvers.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að koma á fót stýrihópi sem rýna mun forsendur hagkvæmnimats og þá þætti sem meta á, stýrihópurinn fær stöðuskýrslu frá matsaðilum og rýnir lokaafurð matsins fyrir lokaskil.
5. Stýrihópur til að tryggja framkvæmd heildarstefnu í úrgangsmálum
Lagt fram til kynningar.
6. Efni til kynningar.
a) Fundargerð frá stjórnarfundi Markaðsstofu Norðurlands 28. september
b) Fundargerð 6. fundar umhverfisnefndar SSNE
7. Frá nefndasviði Alþingis og Samráðsgátt
a) Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018, um Jöfnunarsjóð: Samráðsgátt | Öll mál (island.is)