Fara í efni

Fundargerð – Stjórn SSNE – 3. fundur – 27. desember 2019

27.12.2019

Fundur haldinn föstudaginn 27. desember 2019 í zoom fjarfundarbúnaði og hófst fundurinn kl: 9:00. Fundi slitið kl. 09:50.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Helga Helgadóttir, Kristján Þór Magnússon, Helgi Héðinsson, Axel Grettisson, Eva Hrund Einarsdóttir, Sigurður Þór Guðmundsson, Sigmundur Einar Ófeigsson, Reinhard Reynisson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður kynnti nýja stjórn og gengið var til dagskrár.

1.     Endurskipulagning Eyþings og atvinnuþróunarfélaganna.

Helga María Pétursdóttir gegnir tímabundið framkvæmdastjórastöðu nýs félags til tveggja mánaða.

Framkvæmdastjórar félaganna þriggja mynda teymi og leiða vinnu við stofnun nýs félags áfram í sameiningu.

Framkvæmdastjórum falið að fara yfir 90 daga aðgerðaáætlun og þjónustusamninga milli atvinnuþróunarfélaganna og nýja félagsins.

Framkvæmdastjórar hvattir til að huga vel að starfsmannamálum.

Framkvæmdastjórum falið að undirbúa nafnasamkeppni.

Formaður fór yfir ráðningaferli nýs framkvæmdastjóra.

2.     Áhersluverkefni fyrir árið 2020.

Formaður fór yfir þá vinnu sem framundan er vegna áhersluverkefna fyrir árið 2020.

Getum við bætt síðuna?