Fundargerð - stjórn SSNE - 29. fundur - 8. september 2021
Fundur haldinn miðvikudaginn 8. september 2021 í fjarfundi og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:05.
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir og Eyþór Björnsson sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Dagskrá:
1. Hugmyndir Vegagerðarinnar að breytingu á flugsamgöngum
Í sumar lagði Vegagerðin fram hugmyndir að breytingu á flugsamgöngum og boðaði útboð á þeim grunni. Nú hefur verið horfið frá þeim hugmyndum og rætt um að bjóða út á óbreyttum forsendum til þriggja ára.
„Stjórn SSNE leggur áherslu á að stjórnvöld eigi samtal og samráð við heimafólk þegar endurskoða á þjónustu á viðkomandi svæðum og þarf slíkt að eiga sér stað áður en útboð fer fram“.
2. Tilnefning í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum
Formleg afgreiðsla tilnefningar sem áður hefur verið afgreidd í tölvupóst sbr. ákvörðun á 28. fundi.
„Stjórn SSNE tilnefnir Bjarna Höskuldsson, Dagbjörtu Jónsdóttur, Ölmu Dröfn Benediktsdóttur og Svein Margeirsson í skólanefnd Framhaldsskólans á Laugum.“
3. Hagkvæmnismat fyrir líforkuver
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu um stofnun félags sem halda muni utan um verkefnið til framtíðar. Með breytingum samþykkti stjórn tillöguna svohljóðandi:
„Stofnað verði einkahlutafélag til að halda utan um verkefnið “Líforkuver” og félagið vistað undir hatti SSNE. Stofnfé af hálfu SSNE verði framlag áhersluverkefnis umhverfismála, 3 m.kr að viðbættum 5 m.kr styrk sem Umhverfisráðuneytið veitti í verkefnið til eflingar hringrásarhagkerfisins.
Óskað verður eftir 12 m.kr fjárframlagi frá sveitarfélögum á starfssvæði SSNE í hlutfalli við íbúafjölda til þess að fjármagna að fullu hagkvæmnimat sem áætlað er að kosta muni 20 m.kr.“
4. Skipulag starfsstöðva SSNE
Rætt um skipulag starfsstöðva SSNE og „störf án staðsetningar“ í því sambandi.
„Stjórn SSNE mun leggja fram tillögu um lágmarksmönnun á starfsstöðvum SSNE á vorþingi“.
5. Umræður um „Ræktum Ísland“
Sigurður Þór Guðmundsson ræddi efni umræðuskjals Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins „Ræktum Ísland“ og mögulegt hlutverk SSNE á þeim vettvangi. Stjórn bókaði eftirfarandi:
„Í tilefni af útgáfu sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra á umræðuskjali til undirbúnings á Landbúnaðarstefnu Íslands hvetur stjórn SSNE Alþingi sem og ríkistjórn að huga sérstaklega að eftirfarandi þáttum sem koma fram í skalinu:
- tryggja fræðslu og þekkingarstarf.
- koma á alþjóðlegri vottun kolefnisbindingar lands.
- tryggja rannsóknar og þróunarstarf í miðstöð landbúnaðarins og þá í hverjum landshluta.
SSNE styður það að stofnuð verði rannsókna- og þróunarmiðstöð landbúnaðarins og verði hún staðsett á Norðurlandi eystra.“
6. Dagskrá aukaþings
Hugmyndir um viðfagnsefni á aukaþingi 1. október til umræðu. Drög að dagskrá þingsins voru ákveðin og framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.
7. Fundartímar stjórnar SSNE
Rætt um tímasetningu stjórnarfunda í ljósi þess að dæmi eru um að þeir stangist á við aðra fundi stjórnarfólks.
8. Fagráð atvinnuþróunar og nýsköpunar
Formaður fagráðs atvinnuþróunar og nýsköpunar hefur óskað eftir því, ef mögulegt er, að losna úr fagráðinu. Formaður fagráðs situr jafnframt í úthlutunarnefnd uppbyggingarsjóðs.
Framkvæmdastjóra falið að undirbúa tillögu sem stjórn leggur fyrir aukaþing 1. október nk. til samþykktar.
9. Efni til kynningar.
a) 571. fundur stjórnar SASS
b) 72. fundur stýrihóps Stjórnarráðsins
c) 900. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
d) Brothættar byggðir, ársskýrsla
e) Skipun í starfshóp um póstþjónustu
f) Bókun SSNV vegna ályktunar SSNE um gagnsæi um opinbera styrki
10. Frá nefndasviði Alþingis og Samráðsgátt
a) Skilgreining á opinberri grunnþjónustu: Samráðsgátt | Öll mál (island.is)
b) Breyting á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundarbúnaðar: Samráðsgátt | Öll mál (island.is)