Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 27. fundur - 9. júní 2021

09.06.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 9. júní 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:00. Fundi slitið kl. 15:00.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Anna Karen Úlfarsdóttir fyrir Jón Stefánsson, Gunnar Gíslason, sem fór af fundi kl. 14:45, fyrir Evu Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, sem kom á fundinn kl. 13:10, fyrir Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson sem kom á fundinn kl 14:40, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Fjölmenningar- og ungmennaráð.

Rebekka Kristín Garðarsdóttir, verkefnastjóri hjá SSNE, situr fundinn undir þessum lið.

Rebekka fer yfir stöðumat og næstu skref varðandi stofnun fjölmenningar- og ungmennaráðs á starfssvæðinu.

Stjórn SSNE felur starfsmönnum að vinna málið áfram og eiga í samráði við fulltrúa sveitarfélaga í tengslum við mögulega stofnun fjölmenningar- og ungmennaráðs innan raða SSNE.

2.     Erindi Framsýnar varðandi áætlunarflug til Húsavíkur.

Framkvæmdastjóri fer yfir bréf Framsýnar um stöðu áætlunarflugs til Húsavíkur frá 11. maí 2021.

Stjórn SSNE lýsir áhyggjum af rekstrarskilyrðum innanlandsflugs og leggur áherslu á að jafnræðis sé gætt milli flugrekstraraðila varðandi opinberan stuðning.

3.     Almenningssamgöngur.

Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu mála varðandi uppgjör við Vegagerðina.

Lagt fram til kynningar.

4.     90 daga áætlun og minnisblað um stöðu verkefna.

Framkvæmdastjóri fer yfir 90 daga aðgerðaáætlun og leggur fram minnisblað um stöðu verkefna.

Lagt fram til kynningar.

5.     Hæfisviðmið SSNE.

Formaður opnar fyrir umræður um hvort tilefni sé til að útbúa siðareglur fyrir SSNE.

Stjórn SSNE felur framkvæmdastjóra að gera tillögu að siðareglum samtakanna.

6.     Aðgengi að upplýsingum um veitingu opinberra styrkja.

Formaður opnar fyrir umræður um aðgengi að upplýsingum um veitingu opinberra styrkja.

Stjórn SSNE skorar á ábyrgðaraðila opinberra styrkveitinga að veita tölfræðilegar upplýsingar um búsetu styrkþega og umsóknaraðila við úthlutanir. Fram þarf að koma fjöldi umsókna, sem og fjöldi veittra styrkja, skipt eftir landshlutum. Slík gögn auka gagnsæi og myndu veita m.a. landshlutasamtökunum, sveitarfélögum og atvinnulífi mikilvæga innsýn.

7.     Efni til kynningar.

a)     897.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30. apríl 2021.

b)     Fundargerð 66. fundar stjórnar SSNV frá 4. maí 2021.

c)     Fundargerð 67. fundar stjórnar SSNV frá 3. júní 2021.

d)     569. fundur stjórnar SASS frá 7. maí 2021.

e)     Fundargerð 898. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28. maí 2021.

f)     Fundargerð 71. fundar stýrihóps Stjórnarráðsins um byggðamál frá 10. maí 2021.

g)     Fundargerð 5. fundar Umhverfisnefndar SSNE frá 24. maí 2021.

h)     Fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 4. maí 2021.

i)     Umsagnarferli um breytingatillögu að Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs opið til og með 9. ágúst 2021.

j)     Umsögn SSNE um hvítbók um byggðamál frá 31. maí 2021.

8.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurnýjun vegarins yfir Kjöl með einkaframkvæmd, 696. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1175.html

b)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á laga- og reglugerðarumhverfi sjókvíaeldis, 640. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/1100.html

Getum við bætt síðuna?