Fundargerð - Stjórn SSNE - 25. fundur - 19. mars 2021
Fundur haldinn miðvikudaginn 19. mars 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 11:00. Fundi slitið kl. 12:30.
Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Gunnar Gíslason fyrir Evu Hrund Einarsdóttur, Helga Helgadóttir, Þröstur Friðfinnsson, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Dagskrá:
1. Ársreikningur SSNE 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu.
Níels Guðmundsson, endurskoðandi hjá Enor, sat fundinn undir þessum lið. Níels fór yfir ársreikninginn og svaraði fyrirspurnum.
Rekstrartekjur ársins námu 366,5 m.kr. samanborið við 370,9 m.kr. í áætlun. Munurinn skýrist helst af tekjum vegna almenningssamgangna sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun og tilfærslu framlaga vegna sóknaráætlunar til næsta árs. Í áætlun var ekki gert ráð fyrir frestun á tekjum vegna ónýttra framlaga. Rekstrargjöld námu 358,5 m.kr. samanborið við 368,6 m.kr. í áætlun. Helstu frávik koma fram í úthlutuðum styrkjum. Rekstrarniðurstaða ársins var jákvæð um 8,5 m.kr. samanborið við 2,4 m.kr. í áætlun.
Stjórn SSNE samþykkir ársreikninginn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til ársþings.
2. Endurskoðuð fjárhagsáætlun SSNE 2021 og drög að fjárhagsáætlun 2022.
Framkvæmdastjóri SSNE og verkefnastjóri kynna endurskoðaða fjárhagsáætlun SSNE 2021 og drög að fjárhagsáætlun 2022.
Stjórn samþykkir fjárhagsáætlanir 2021 og 2022 og vísar þeim til ársþings.