Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 24. fundur - 17. mars 2021

17.03.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 17. mars 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 15:00. Fundi slitið kl. 17:15.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttir, Þröstur Friðfinnsson sem kom á fundinn kl. 15:45, Kolbrún Ada Gunnarsdóttir fyrir Kristján Þór Magnússon, Þorsteinn Egilsson fyrir Sigurð Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir sem fór af fundi kl 16:55, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024.

Rebekka Kristín Garðarsdóttir, Silja Jóhannesdóttir, Baldvin Valdemarsson og Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjórar hjá SSNE, sátu fundinn undir þessum lið.

Verkefnastjórar SSNE kynna endurskoðun á sóknaráætlun, í samræmi við ákvörðun ársþings SSNE sem haldið var 9. og 10. október 2020, og leggja fram tillögur fyrir stjórn.

Stjórn samþykkir endurskoðaða sóknaráætlun með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

2.     Tilnefning í skólanefnd MA.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir því að SSNE tilnefni tvo fulltrúa í skólanefnd MA og tvo til vara.

Stjórn SSNE tilnefnir Ástu Arnbjörgu Pétursdóttur og Helga Þorbjörn Svavarsson í skólanefnd MA og Ólöfu Ingu Andrésdóttur og Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson til vara.

3.     Áfangastaðastofa.

Málefni áfangastaðastofu rædd.

Lagt fram til kynningar.

4.     Undirbúningur vegna ársþings SSNE.

Framkvæmdastjóri kynnir tillögu að greiðslu þóknunar til stjórnar og nefndarmanna í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd sem borið verður upp til samþykktar á ársþingi SSNE 16. og 17. apríl nk.

Stjórn samþykkir tillögu að greiðslu þóknunar til stjórnar og nefndarmanna í starfshópum, fagráðum eða úthlutunarnefnd með breytingum sem gerðar voru á fundinum.

5.     Efni til kynningar.

a)     Fundargerð 895. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. febrúar 2021.

6.     Frá nefndasviði Alþingis.

a)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um könnun á hagkvæmi strandflutninga, 268. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0298.html

b)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um hagkvæmnisathugun á uppbyggingu Skógarstrandarvegar, 259. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0280.html

c)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um gerð stefnu um móttöku skemmtiferðaskipa, 158. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0159.html

d)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um stefnumótun á sviði stafrænnar þróunar, 455. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0775.html    

e)     Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (niðurgreiðsla á raforku til garðyrkjubænda), 338. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0400.html

f)     Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um flutning höfuðstöðva Rarik ohf. á landsbyggðina, 379. mál.
https://www.althingi.is/altext/151/s/0471.html

Umræðum um drög að endurskoðaðri fjárhagsáætlun 2021 og fjárhagsáætlun 2022 frestað til næsta fundar.

Getum við bætt síðuna?