Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 22. fundur - 10.febrúar 2021

10.02.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 10. febrúar 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 13:45. Fundi slitið kl. 15:10.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Gunnar Gíslason fyrir Evu Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Áfangastaðastofa.

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands ræðir forsendur fyrir skiptingu fjarmagns á milli áfangastaðastofa.

Framkvæmdastjóra og formanni falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2.     Tilnefning fulltrúa í skólanefnd VMA.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið óskar eftir því að SSNE tilnefni tvo fulltrúa í skólanefnd VMA og tvo til vara. Tilnefning þarf að berast eigi síðar en 18. febrúar.

Vegna skamms fyrirvara óskar stjórn SSNE eftir fresti til næsta stjórnarfundar sem verður haldinn 23. febrúar nk.

3.     Tillaga að aðgerð í Byggðaáætlun.

Stjórn samþykkir eftirfarandi tillög að aðgerð í Byggðaáætlun.

„Almennt verði gert ráð fyrir því að, að minnsta kosti, þriðjungur einstaklinga sem tilnefndir eru í stjórnir, ráð og starfshópa á vegum ríkisins séu búsettir utan höfuðborgarsvæðisins“.

Öðrum dagskrárliðum frestað til næsta fundar.

Getum við bætt síðuna?