Fara í efni

Fundargerð - Stjórn SSNE - 21. fundur - 27. janúar 2021

27.01.2021

Fundur haldinn miðvikudaginn 27. janúar 2021 í teams fjarfundabúnaði og hófst fundurinn kl. 15:00. Fundi slitið kl. 17:40.

Fundinn sátu: Hilda Jana Gísladóttir formaður, Jón Stefánsson, Eva Hrund Einarsdóttur, Þröstur Friðfinnsson, Kristján Þór Magnússon, Sigurður Þór Guðmundsson, Helga Helgadóttir, Eyþór Björnsson og Helga María Pétursdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Dagskrá:

1.     Áfangastaðastofa.

Framkvæmdastjóri kynnir drög að samningi, við ANR annars vegar og MN hins vegar, um starfsemi áfangastaðastofu og ræðir álitamál. Stefnt að því að ganga til samninga sem fyrst.

Stjórn SSNE óskar eftir rökstuðningi ANR á skiptingu fjármagns vegna reksturs áfangastaðastofu.

2.     Eignarhald SSNE í félögum og hagsmunatengsl.

Framkvæmdastjóri ræðir eign SSNE í félögum og mögulega hagsmunaárekstra því tengt.

3.     Tillögur úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs.

Katrín Sigurjónsdóttir, formaður úthlutunarnefndar Uppbyggingarsjóðs, Ari Páll Pálsson, Rebekka Kristín Garðarsdóttir og Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjórar hjá SSNE, sátu fundinn undir þessum lið.

Formaður úthlutunarnefndar kynnir vinnu nefndarinnar og tillögur að verkefnum fyrir árið 2021.

Stjórn SSNE staðfestir tillögur úthlutunarnefndar og þakkar starfsmönnum og nefndarmönnum fyrir vel unnin störf.

4.     Áhersluverkefni SSNE 2021.

Baldvin Valdemarsson, Elva Gunnlaugsdóttir, Silja Jóhannesdóttir og Vigdís Rún Jónsdóttir, verkefnastjórar hjá SSNE, sátu fundinn undir þessum lið.

Verkefnastjórar SSNE kynna tillögur að áhersluverkefnum fyrir árið 2021.

Haldið verður áfram með umræður um áhersluverkefni föstudaginn 5. febrúar kl. 15:00-17:00.

5.     Efni til kynningar.

a)     Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland sem gildir frá 2021-2023.

b)     Fundargerð 14. fundar byggðamálaráðs frá 7. janúar 2021.

c)     Fundargerð 62. fundar stjórnar SSNV frá 12. janúar 2021.

d)     Bókun sveitarstjórnar Langanesbyggðar um skipan undirnefndar umhverfismála frá 21. janúar 2021.

e)     Bókun 861. fundar bæjarráðs Fjallabyggðar um stöðuna í samgöngumálum frá 26. janúar 2021.

6.     Frá nefndasviði Alþingis.

Til umsagnar frumvarp til laga um jarðlög (einföldun regluverks, vernd landbúnaðarlands, upplýsingarskyldu o.fl.), 375. mál.

https://www.althingi.is/altext/151/s/0467.html

Getum við bætt síðuna?